Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Það vill enginn taka ábyrgð

Það er alveg rétt sem norski hagfræðingurinn segir, en auðvitað vill enginn af þessum mönnum taka ábyrgð á sínum gerðum, eða því sem þeir gerðu ekki. Þeir hafa verið á ofurlaunum við að keyra allt í strand, eru án ábyrgðar og sitja svo áfram.

Þetta myndi aldrei viðgangast í Evrópu. Svona ráðamenn yrðu látnir fara frá með  skömm. Lýsir bara bananalýðveldinu Íslandi á afgerandi hátt.

Reign Of Error


mbl.is „Hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfallahjálp fyrir íslensku þjóðina!

Öll íslenska þjóðin þarf á áfallahjálp að halda

Ef það er ætlast til, að þjóðin standi einu sinni við þá mýtu, að vera komin af "víkingum", vinni sig út úr öllum vandamálum og harmförum, og axli ábyrgð í "stórsjóum" efnahagslífsins. Ef það er ætlast til að þjóðin sem skattgreiðendur framtíðarinnar, hafi orku til að byggja allt upp  aftur, sem útrásardrengirnir hafa eytt í útlöndum: 

Þá þarf að veita þjóðinni áfallahjálp.

Það er búið að ljúga þjóðina upp úr skónum. Allir Íslendingar hafa haldið í mörg ár að við værum rík, vegna þess að við værum svo greind, svo vel menntuð og fallegri og duglegri en aðrar þjóðir. Fólk er í sjokki, þetta var bara allt saman nýju fötin keisarans, og nú eru það skattgreiðendur í næstu kynslóðir sem eiga að hreinsa upp eftir gullbankadrengina og frjálshyggjufólkið.

Það gagnast engum að það ríki óöld og ofbeldi um helgar, vegna þess að fólk þarf að fá útrás fyrir reiði sína.

Eftir að þjóðin fær áfallahjálp, þarf ríkisstjórnin að fara frá.

Æru sinnar vegna, getur ekki nokkur maður sem situr í þessari ríkisstjórn setið áfram. Það þarf nýjar kosningar.

Þess utan, þá þarf að fara fram rannsókn á öllu þessu ferli, sem gerði Ísland gjaldþrota á 5 árum, á meðan ca. 40 manns fengu milljónir í laun og starfslokasamninga. Auk þess óheyrilega starfslokasamninga upp á hundruð milljóna. Það er enginn sem sér þessa menn í dag, þeir fara huldu höfði opinberlega, og ljái það þeim enginn. En einhver þarf að axla ábyrgð á þessu gjaldþroti Íslands, það segir sig sjálf.

Í þriðja lagi þá þarf DO seðlabankastjóri að sjálfsögðu að setjast í helgan stein. Hann hefur gert landinu meira ógagn en nokkur annar.


Ríkisstjórnin afþakkaði fjárhagsaðstoð!

Ég er furðu lostin - ef þessi frétt er rétt, þá hafa DO og ríkisstjórnin gert enn fleiri skemmdarverk en við héldum.

Það á að gera ítarlega hlutlausa rannsókn á þessu öllu saman, og láta þá menn sem orsökuðu þetta gjaldþrot Íslands bera ábyrgð .


mbl.is Afþökkuðu fé frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danmörk líka á kúpunni

Það er líka farið að sverfa að danska fjármálamarkaðinum.

Ekki er víst að norrænar vinaþjóðir séu aflögufærar með fjármagn til hjálpar Íslandi. Ríkisstjórnin ætti allavega ekki að treysta á það.

Danska krónan stendur þó öllu betur en sú íslenska: í dag fær maður 3,82 danskar krónur fyrir 100 íslenskar krónur. Aldrei hefur það verið svona svart á gjaldeyrismarkaðinum.


mbl.is Aldrei jafn svart í Danmörku og nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki flytja fjármagn lífeyrissjóðanna heim!

Auðvitað eru það fyrst og fremst bankarnir, sem græddu geigvænlega á góðærinu, og höfðu efni á ofurlaunagreiðslum til stjórnenda, sem eiga núna að selja eignir erlendis og nota gróða góðu áranna til að mæta tapi mögru áranna.

Eða hvað?

Ef allir lífeyrissjóðirnir fara nú að selja allt sitt í útlöndum, sem vel að merkja skilar góðum hagnaði í augnablikinu, þá fellur það í eyðsluhít á Íslandi. 

Þar fyrir utan er það ekki gott fyrir efnahag neins ríkis, eða heimsins, að ein þjóð allt í einu tæmi alla sjóði sína og flytji heim. Það verður ennþá meira kaos á heimsmarkaði.

Ef slíkt gerist, mun engin á allri heimsbyggðinni gleyma innrás þessara galvösku gullvíkinga næstu 200 árin. Vel að merkja að eindæmum!

Þetta er mjög slæm hugmynd Shocking


mbl.is Verða að fallast á skilyrði sjóðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þeir að bjarga einhverju?

Vonandi hafa þeir haft nýja menn með í ráðum.  Annars eru þetta gagnslausar samræður.

Ef það eru bara þessir venjulegu valdamenn sem funda: Ríkisstjórn, DO, forkólfar verkalýðshreyfingarinnar, fulltrúar banka og lífeyrissjóða að tala saman - þá gerist ekkert nýtt og nothæft.

Það þarf að hlusta á sérfræðinga, íslenska og erlenda - sem eru óháðir fjármagninu og flokkaspillingu á Íslandi. Og taka þá með í ráð.

Allt annað gagnast ekki venjulegum vinnandi Íslendingum. Heimilin eru í rúst, fólk er þunglynt sem aldrei fyrr, það liggur við óeirðum um helgar.

Hugsar ríkisstjórnin um það?


mbl.is Telur vinnu ganga vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarleg afglöp að bregðast við lausafjárkreppu Glitnis með þjóðnýtingu

Þessar aðgerðir ríkisstjórnar og seðlabanka um daginn voru skemmdarverk.

Undanfarna daga hef ég lesið ýmsar greinar og viðtöl við erlenda sérfræðinga. Þeir segja allir nokkurn veginn það sama:

"Hin óvænta og óskiljanlega þjóðnýting íslenska ríkisins á Glitni hleypti skriðu af stað sem verður að stöðva með öllum ráðum," segir dr. Richard Portes, prófessor við London Business School. 

"Ástandið sem nú geisar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum er grafalvarlegt, en það tengist ekkert íslenskum aðstæðum sérstaklega. Athygli umheimsins beindist hins vegar öll að íslenska fjármálakerfinu við hina óvæntu þjóðnýtingu Glitnis, sem verða að teljast afar afdrifarík afglöp af hálfu Seðlabanka Íslands," segir Portes.

http://visir.is/article/20081005/FRETTIR01/235180475/-1


Davíð klagar

Ég er sammála Davíð um eitt, og það er að það er hollt fyrir ríkistjórnir að fá gagnrýni.

Mín skoðun er líka, að það er gott fyrir Davíð að fá gagnrýni, en það hefur hann aldrei þolað.

Síðustu dagana verður maður allavega mjög var við, að DO heldur enn að hann stjórni ríkisstjórninni og sé gagnlegur landinu. Það er mikill misskilningur ef hann heldur að fólkið í landinu vilji yfirleitt hafa hann áfram.

Hann segir ríkisstjórninni fyrir verkum, og það kemur okkur ekkert við, eða hvað?

Í fréttinni kemur fram að hann hefur setið fleiri ríkisstjórnarfundi en flestir aðrir.  Mér finnst aftur á móti að hann hafi setið of marga ríkisstjórnarfundi, og það hefur ekkert gagnast íslensku þjóðinni.


mbl.is Davíð: Trúnaðarbrestur kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skaðleg umfjöllun yfirvofandi

Hætta er á að neikvæð umfjöllun um íslenskt efnahagslíf í erlendum fjölmiðlum geti valdið áhlaupi á íslensku bankana, að mati Richard Thomas, sérfræðings Merrill Lynch. Því ríði á að stjórnvöld grípi til tafarlausra aðgerða.

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item229551/

Mér snýnist nú, stjórnvöld ekki vera á leiðinni með neinar aðgerðir, annað en að ákalla lífeyrissjóðina um peninga.


Botninum náð?

Vilhjálmur telur botninum náð!

Hefur hann litið til útlanda?

Ástandið á Íslandi er tvíþætt og þess vegna enn verra, en úti í heimi.

Annars vegar er það umframeyðsla og útrás Íslendinga síðustu ár. Það hefur verið altalað erlendis, í a.m.k 2 ár, að íslensk stjórnvöld þyrftu að gera eitthvað við því. Það hefur ekki gerst. Það er eins og ríkisstjórnin hafi sofið þyrnirósarsvefni þar til í síðustu viku, þegar alheimskreppan skall virkilega á.

Þjóðin hefur verið haldin spilafíkn, og verið á allsherjar innkaupafylleríi. Á sama tíma eru það lífeyrissjóðir landsmanna sem er ábyrgðin á bak við erlend lán ríkissjóðs og útrásarfyrirtækja. Sú lífeyriseign hlýtur að vera í hættu núna. Hræðileg hugsun fyrir venjulegt fólk.

Hins vegar er skollin á alheimskreppa, og þau vandræði eru fyrir utan valdsvið Vilhjálms Egilssonar. Ég held að hann ætti að láta vera, að tjá sig um hluti sem hann hefur engin áhrif á.

Eða er hann kannski spámaður? GetLost

Þá hefði hann átt að getað spáð fyrir þeirri kreppu sem við erum í núna.


mbl.is Telur botninum náð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband