Eins konar sumarfrí

Undanfarnar 3 vikur hef ég verið að "afspadsere", en það er vegna þess að maður fær ekki borgaða yfirvinnu í Danmörku. Þegar maður hefur safnað of mörgum yfirvinnutímum, er maður sendur í frí, og ég var komin með 200 tíma. Ég fæ svo 3ja vikna sumarfrí í ágúst að auki.

Danir eiga ekki að vinna yfirvinnu, það slítur þeim of mikið út. Þar að auki hefur verið atvinnuleysi í landinu, og það er litið svo á, að ef fólk vinnur yfirvinnu, þá taka þeir vinnu frá atvinnulausum. Þetta hefur mér alltaf fundist mjög óréttlátt, ég vil mikið heldur fá þessa yfirvinnutíma borgaða út.

Nú, ég fór í sumarhúsið í nokkra daga, en þar var allt of heitt. Aðeins hægt að vinna í garðinum á morgnana og á kvöldin. Ég fór því að dunda mér við að búa til lavendel vendi, en þeir eru frábærir í skúffurnar - það kemur svo góð lykt.

Lavendel vendir 001

Nú er aftur á móti farið að rigna, sem er ágætt fyrir gróðurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Vildi geta ræktað lavendel...fæst stundum í blómabúðum þó

Hólmdís Hjartardóttir, 14.7.2008 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband