Áfallahjálp fyrir íslensku þjóðina!

Öll íslenska þjóðin þarf á áfallahjálp að halda

Ef það er ætlast til, að þjóðin standi einu sinni við þá mýtu, að vera komin af "víkingum", vinni sig út úr öllum vandamálum og harmförum, og axli ábyrgð í "stórsjóum" efnahagslífsins. Ef það er ætlast til að þjóðin sem skattgreiðendur framtíðarinnar, hafi orku til að byggja allt upp  aftur, sem útrásardrengirnir hafa eytt í útlöndum: 

Þá þarf að veita þjóðinni áfallahjálp.

Það er búið að ljúga þjóðina upp úr skónum. Allir Íslendingar hafa haldið í mörg ár að við værum rík, vegna þess að við værum svo greind, svo vel menntuð og fallegri og duglegri en aðrar þjóðir. Fólk er í sjokki, þetta var bara allt saman nýju fötin keisarans, og nú eru það skattgreiðendur í næstu kynslóðir sem eiga að hreinsa upp eftir gullbankadrengina og frjálshyggjufólkið.

Það gagnast engum að það ríki óöld og ofbeldi um helgar, vegna þess að fólk þarf að fá útrás fyrir reiði sína.

Eftir að þjóðin fær áfallahjálp, þarf ríkisstjórnin að fara frá.

Æru sinnar vegna, getur ekki nokkur maður sem situr í þessari ríkisstjórn setið áfram. Það þarf nýjar kosningar.

Þess utan, þá þarf að fara fram rannsókn á öllu þessu ferli, sem gerði Ísland gjaldþrota á 5 árum, á meðan ca. 40 manns fengu milljónir í laun og starfslokasamninga. Auk þess óheyrilega starfslokasamninga upp á hundruð milljóna. Það er enginn sem sér þessa menn í dag, þeir fara huldu höfði opinberlega, og ljái það þeim enginn. En einhver þarf að axla ábyrgð á þessu gjaldþroti Íslands, það segir sig sjálf.

Í þriðja lagi þá þarf DO seðlabankastjóri að sjálfsögðu að setjast í helgan stein. Hann hefur gert landinu meira ógagn en nokkur annar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála, mér skilst að Geir Haarde sé kominn með lífverði Það er verið að opna áfallahjálparstöð.  Mér var sagt frá 6 sjálfsvígum í dag.

Hólmdís Hjartardóttir, 8.10.2008 kl. 18:29

2 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

 Sorglegt að heyra af þessum sjálfsmorðum, en það er við því að búast við þessar aðstæður.

Því mjög nauðsynlegt að veita áfallahjálp.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 9.10.2008 kl. 09:02

3 identicon

Sæl Hulda.

Það sem við þurfum umfram allt eru traustir vinir sem beygja ekki af leið eins og BANDARÍKJAMENN  og BRETAR gerðu.

Kærleiksknús.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband