Frábært að fólk kemur enn á útifundina

Það er alveg frábært að fólk sýnir, að það eru ekki allir Íslendingar sem hafa margumrætt gullfiskaminni. Að sýna ráðamönnum að þjóðin veit, að björninn er ekki unninn enn og þeir þurfa ekki að halda að allt sé gleymt.

 


mbl.is Á þriðja hundrað á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er ánægjulegt að mótmælin fóru friðsamlega fram.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 17:54

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þó það sé "samdráttur" í fjölda mótmælenda þá er byltingin alls ekkert að lognast út af. Maður sér það og heyrir á þeirri hugarfarsbreytingu sem er að eiga sér stað og þeim líflegu umræðum sem allt í einu eru um áhugaverða hluti sem raunverulega skipta máli og eru ekki bara "froða" eins nýjasti kærastinn hennar Madonnu eða eitthvað álíka. Það má í raun segja að alþýðuhreyfingin sé komin á næsta skref umbóta, þ.e. margir úr þeirra röðum eru byrjaðir að láta til sín taka í þjóðmálum t.d. með stofnun nýrra stjórnmálahópa og þáttöku í nauðsynlegri endurnýjun innan fjórflokksins. Framfarirnar eru meiri hjá því fólki en nokkurntíma hafa verið hjá "gömlu" pólitíkusunum. Hvort það dugar til verður tíminn svo að leiða í ljós en alltént er margt jákvætt að gerast, og það er kannski öðru fremur ástæðan fyrir minnkaðri virkni í mótmælaaðgerðum.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.3.2009 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband