Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Alvarleg afglöp að bregðast við lausafjárkreppu Glitnis með þjóðnýtingu

Þessar aðgerðir ríkisstjórnar og seðlabanka um daginn voru skemmdarverk.

Undanfarna daga hef ég lesið ýmsar greinar og viðtöl við erlenda sérfræðinga. Þeir segja allir nokkurn veginn það sama:

"Hin óvænta og óskiljanlega þjóðnýting íslenska ríkisins á Glitni hleypti skriðu af stað sem verður að stöðva með öllum ráðum," segir dr. Richard Portes, prófessor við London Business School. 

"Ástandið sem nú geisar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum er grafalvarlegt, en það tengist ekkert íslenskum aðstæðum sérstaklega. Athygli umheimsins beindist hins vegar öll að íslenska fjármálakerfinu við hina óvæntu þjóðnýtingu Glitnis, sem verða að teljast afar afdrifarík afglöp af hálfu Seðlabanka Íslands," segir Portes.

http://visir.is/article/20081005/FRETTIR01/235180475/-1


Davíð klagar

Ég er sammála Davíð um eitt, og það er að það er hollt fyrir ríkistjórnir að fá gagnrýni.

Mín skoðun er líka, að það er gott fyrir Davíð að fá gagnrýni, en það hefur hann aldrei þolað.

Síðustu dagana verður maður allavega mjög var við, að DO heldur enn að hann stjórni ríkisstjórninni og sé gagnlegur landinu. Það er mikill misskilningur ef hann heldur að fólkið í landinu vilji yfirleitt hafa hann áfram.

Hann segir ríkisstjórninni fyrir verkum, og það kemur okkur ekkert við, eða hvað?

Í fréttinni kemur fram að hann hefur setið fleiri ríkisstjórnarfundi en flestir aðrir.  Mér finnst aftur á móti að hann hafi setið of marga ríkisstjórnarfundi, og það hefur ekkert gagnast íslensku þjóðinni.


mbl.is Davíð: Trúnaðarbrestur kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skaðleg umfjöllun yfirvofandi

Hætta er á að neikvæð umfjöllun um íslenskt efnahagslíf í erlendum fjölmiðlum geti valdið áhlaupi á íslensku bankana, að mati Richard Thomas, sérfræðings Merrill Lynch. Því ríði á að stjórnvöld grípi til tafarlausra aðgerða.

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item229551/

Mér snýnist nú, stjórnvöld ekki vera á leiðinni með neinar aðgerðir, annað en að ákalla lífeyrissjóðina um peninga.


Já, Megas er snillingur

Megas er góður, og engum líkur, en það eru ekki ný sannindi. Aftur á móti er það gleðilegt að borgarastéttin er virkilega byrjuð að viðurkenna hann.

Það er gott að Ingibjörg Þorbergs, sem sá um barnaútvarp í minni tíð fyrir 50 árum, og var þekktur og viðurkenndur lagahöfundur,viðurkennir Megas. Þetta sýnir bara, að öll uppreisn ungs fólks verður borgaraleg á nokkrum áratugum.

Það vantar bara, að kunningi minn, Atli Heimir, viðurkenni Megas sem tónlistarmann. Þá er allt fullkomnað. Wink

Áfram veginn MEGAS!


mbl.is Ingibjörg Þorbergs: Megas er snillingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Botninum náð?

Vilhjálmur telur botninum náð!

Hefur hann litið til útlanda?

Ástandið á Íslandi er tvíþætt og þess vegna enn verra, en úti í heimi.

Annars vegar er það umframeyðsla og útrás Íslendinga síðustu ár. Það hefur verið altalað erlendis, í a.m.k 2 ár, að íslensk stjórnvöld þyrftu að gera eitthvað við því. Það hefur ekki gerst. Það er eins og ríkisstjórnin hafi sofið þyrnirósarsvefni þar til í síðustu viku, þegar alheimskreppan skall virkilega á.

Þjóðin hefur verið haldin spilafíkn, og verið á allsherjar innkaupafylleríi. Á sama tíma eru það lífeyrissjóðir landsmanna sem er ábyrgðin á bak við erlend lán ríkissjóðs og útrásarfyrirtækja. Sú lífeyriseign hlýtur að vera í hættu núna. Hræðileg hugsun fyrir venjulegt fólk.

Hins vegar er skollin á alheimskreppa, og þau vandræði eru fyrir utan valdsvið Vilhjálms Egilssonar. Ég held að hann ætti að láta vera, að tjá sig um hluti sem hann hefur engin áhrif á.

Eða er hann kannski spámaður? GetLost

Þá hefði hann átt að getað spáð fyrir þeirri kreppu sem við erum í núna.


mbl.is Telur botninum náð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danir trúa á Dan Brown?

Ég hef nú ekkert heyrt um þetta í dönskum fjölmiðlum, en ef það sendur í Berlingske Tidende hlýtur það að vera satt! Eða hvað?

Ef satt reynist, eru danir "ikke rigtig kloge". Að trúa skáldsögum eru undarleg trúarbrögð að mínu mati.


mbl.is Danir trúa Dan Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástandið á Íslandi

Gússý systir hringdi í mig í gærkvöldi, og hafði að sjálfsögðu áhyggjur af því sem er að gerast á Íslandi. Við höfum öll áhyggjur af ástandinu. Allt mitt sparifé er horfið, íslenska ríkið hefur eignast það.

Lánshæfi íslenska ríkisins og fjármálastofnana var lækkuð eftir yfirtöku á Glitni, og er nú lægra en á Vesturlöndum. Aðeins Pólland og Malasía er metið lægra. Krónan hefur aldrei verið lægri. Kolkrabbinn byrjaði á því að selja vinum sínum ríkisstofnanir og banka - en er nú að taka allt yfir aftur. Hvað er eiginlega í gangi. Hverja hagsmuni er verið að verja? Íslensku þjóðarinnar?

Gússý undraði sig á því að þjóðin gerði ekki byltingu - en ég er vön því að íslendingar láti allt yfir sig ganga, og taki holskeflunum sem óumflýjanlegum náttúruhamförum.

Vonandi verður Ísland ekki tekið yfir af erlendum bönkum. Þetta endar allavega með ósköpum.

 


Viðskiptamenn banka flýja til Írlands

Eftir að írska ríkið gekkst í ábyrgð á inneignum í bönkum til ársins 2010, hefur orðið gífurleg aukning í viðskiptum frá flestum löndum Evrópu. Sjá eftirfarandi grein í Politiken.

Íslenska ríkið hefði getað tekið til svipaðra ráða, en það vegur greinilega þyngra, að ræna Glitni.

 http://politiken.dk/udland/article575523.ece


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband