Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Engar kosningar!!!

Það er mjög undarlegt hvaða álit íslenskir stjórnmálamenn hafa á stöðu sinni. Þeir skilja ekki, að þeir sitja á Alþingi í umboði almennings - og þess vegna eru það ekki ráðherrar sem ráða því hvenær það verður kosið. Það hlýtur að vera krafa, að gengið sé til kosninga þegar stjórnvöld njóti ekki lengur traust umbjóðenda sinna.

Þess vegna er það stórfurðulegt að Geir og Ingibjörg sjái ekki sóma sinn í því að hlusta á þjóðina.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spilling

Auðvitað ætla þeir að rannsaka sjálfan sig, þeir hafa jú allir eitthvað að fela.

Það er enginn sem tekur mark á svona hlutdrægninni rannsókn. Pinch


mbl.is Verður alltaf íslensk rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska græðgin

Ennþá sjáum við eitt dæmið um klíkuskapinn og bananalýðveldið Ísland - nú gjaldþrota vegna svona hluta. Fuss .....

Þeir sleppa ansi billega sýnist mér, þeir menn sem af græðgi hafa misnotað stöðu sína til þess að taka stór persónuleg lán, svo þeir gætu grætt ennþá meira. Þar með orsökuðu þeir gjaldþrot Íslands, sem er allt annað en heimskreppan.

Skuldirnar eru nú afskrifaðar, þjóðin borgar. Þessir menn hafa nú algjörlega tapað þeirri æru sem eftir var, í mínum augum.

Pinch


mbl.is Lykilmenn skulduðu 80 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það vill enginn taka ábyrgð

Það er alveg rétt sem norski hagfræðingurinn segir, en auðvitað vill enginn af þessum mönnum taka ábyrgð á sínum gerðum, eða því sem þeir gerðu ekki. Þeir hafa verið á ofurlaunum við að keyra allt í strand, eru án ábyrgðar og sitja svo áfram.

Þetta myndi aldrei viðgangast í Evrópu. Svona ráðamenn yrðu látnir fara frá með  skömm. Lýsir bara bananalýðveldinu Íslandi á afgerandi hátt.

Reign Of Error


mbl.is „Hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband