Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Frestun á viðskiptum hjá sjóðum Glitnis

Hvað verður um sparifé mitt í sjóði hjá Glitni? Það er stóra spurningin. Upphaflega hafði ég sparnað í ríkisskuldabréfum, en eftir að ég hitti nokkra af stjórnendum Glitnis hér í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum, þá flutti ég sparnaðinn yfir í sjóð hjá Glitni - sem átti að gefa meira af sér.

Nú lítur út fyrir að þessi fjárhæð sé horfin, eða hvað? Ég er hrædd um að ég hafi ekki grætt neitt á þessum viðskiptum, heldur tapað öllu.


Ríkið bjargar Glitni

Slæmt er það fyrir íslensku þjóðina, sem enn og einu sinni situr eftir með sárt ennið, og ræður lífróður til að bjarga heimilunum.

Sagt er, að ef það sé lýðræði, fái þjóðir það sem þær eiga skilið. Það er að segja, fólk velur sér stjórnendur og fái þess vegna það sem það vill. Mér finnst nú að íslendingar eigi betra skilið en þær ríkisstjórnir sem þjóðin hefur valið sér undanfarna áratugi. Veljið rétt fólk næst kæra þjóð.


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

I have a dream


Brúðkaup í Holte Kirke

Nú er brúðkaupið loksins yfirstaðið. Það hefur verið í nógu að snúast undanfarið, við að skipuleggja þetta allt saman og ganga frá pappírsvinnu við yfirvöld. En það var þess virði. Það finnast varla hamingjusamari hjón en Nina og Hans. Þau sváfu næstum ekki síðustu vikuna, vegna spennings.

Bryllup 013Hennar draumur var brúðkaup eins og krónprins Friðrik og prins Jóakim fengu. Svo Nina hafði langan slóða á kjólnum og auðvitað brúðarslör og brúðarmeyjar. Hans var í kjólfötum. Brúðkaupið var mjög hefðbundið að hennar ósk. Og allt tekið upp á vídeó svo hún geti horft á þetta allt sitt líf.

Veislan var haldin á Bregnerød Kro, sem er gömul krá frá 16. öld. Þetta var mjög hefðbundið danskt, þau fengu hjartatré og dönsuðu brúðarvalsinn. Því betur sluppu þau við, vegna fötlunar, að skríða undir borðið í hvert sinn sem gestirnir slógu í diskana. Það finnst mér mjög undarlegur siður. Brúðarkjóllinn gjöreyðileggst á þessu hnoði undir borðið.

Brúðhjónin og fjölskyldur beggja gistu svo á kránni á brúðarnóttina. Nina og Hans fengu auðvitað brúðarsvítuna. Það var ekki auga þurrt.

Gjafaborðið svignaði, og það er næstum ekki pláss fyrir þau heima hjá sér í augnablikinu. Það tekur tíma að finna pláss fyrir allar þessar gjafir. Það næsta sem er svo á dagskrá er auðvitað brúðkaupsferðin, sem verður til Rómar. Það á að vera mjög rómantísk ferð, með "candelight dinners" og svo framveigis. Mig er þegar farið að hlakka til að taka þátt í þessu með þeim.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband