Færsluflokkur: Mannréttindi

Grípum til aðgerða gegn Ísrael

Það er ekkert lát á ofbeldinu í Gasa, fjöldi fallinna borgara á Gasa eykst sífellt. Á svæðinu eru um 1.5 milljón óbreyttra borgara innilokaðir, þar sem þeir eru berskjaldaðir gegn mannfalli og eignaspjöllum. Á 21 dögum átakanna létu rúmlega 1133 Palestínumenn lífið og um það bil 5200 særðust í árásum Ísraelsmanna. Flestir hinna látnu voru óbreyttir borgarar, þar af 346 börn og 105 konur.

Þrýstu á ísraelsk stjórnvöld að binda tafalaust enda á árásir sínar og leyfa flutning neyðargagna, flutning særðra og frjálsar ferðir óbreyttra borgara burt af átakasvæðinu, sem og frjálst aðgengi mannréttinda- og mannúðarstarfsmanna og fjölmiðlafólks að svæðinu.

Prentaðu út þetta bréf og sendu til forseta Ísraels

Síða Amnesty um málið


Mannréttindi barna

Það er gott, að það er kominn úrskurður frá umboðsmanni barna um, að þau hafi rétt á því að tjá sig.

Íslendingar hafa skrifað undir mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna, svo auðvitað þurfa þeir að standa við það:

Barnasáttmáli SÞ  http://www.abotinn.is/barnaheill/barnasattmali1.html

12. gr.
1. Aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska.
2. Vegna þessa skal barni einkum veitt tækifæri til að tjá sig við hverja þá málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi sem barnið varðar, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu talsmanns eða viðeigandi stofnunar, á þann hátt sem samræmist reglum í lögum um málsmeðferð.

13. gr.
1. Barn á rétt til að láta í ljós skoðanir sínar, og felur það í sér rétt til að leita, taka við og miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum, án tillits til landamæra, annaðhvort munnlega, skriflega eða á prenti, í formi lista eða eftir hvers kyns öðrum leiðum að vali þess.
2. Láta má rétt þennan sæta vissum takmörkunum, en þó aðeins að því marki sem mælt er fyrir í lögum og er nauðsynlegt
a) til þess að virða réttindi eða mannorð annarra, eða
b) til að gæta öryggis þjóðarinnar eða allsherjarreglu (ordre public), eða heilbrigðis almennings eða siðgæðis.

14. gr.
1. Aðildarríki skulu virða rétt barns til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar.
2. Aðildarríki skulu virða rétt og skyldur foreldra, og lögráðamanna, eftir því sem við á, til að veita barni leiðsögn við að beita rétti sínum á þann hátt sem samræmist vaxandi þroska þess.
3. Frelsi til að láta í ljós trú eða skoðun skal einungis háð þeim takmörkunum sem mælt er fyrir um í lögum og eru nauðsynlegar til að gæta öryggis almennings, allsherjarreglu, heilsu almennings eða siðgæðis, eða grundvallarréttinda og frelsis annarra

15. gr.
1. Aðildarríki viðurkenna rétt barns til að mynda félög með öðrum og koma saman með öðrum með friðsömum hætti.
2. Þessi réttindi skulu ekki háð öðrum takmörkunum en þeim sem settar eru í samræmi við lög og nauðsynlegar eru í lýðfrjálsu þjóðfélagi vegna öryggis þjóðarinnar eða almennings, allsherjarreglu (ordre public), verndunar heilbrigðis almennings eða siðgæðis eða verndunar réttinda og frelsis annarra.

16. gr.
1. Eigi má láta barn sæta gerræðislegum eða ólögmætum afskiptum af einkalífi þess, fjölskyldu, heimili eða bréfum, né ólögmætri árás á sæmd þess eða mannorð.
2. Barn á rétt á vernd laganna fyrir slíkum afskiptum og árásum.


mbl.is Eiga að fá tækifæri til að tjá sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband