Slæm kaup kosta milljarða

Ég man fyrir 2 árum, þegar Danir voru mikið að skrifa um íslensku útrásina, og voru að reyna að finna út hvar peningarnir á bak við þetta allt saman voru eiginlega. Þá svöruðu íslendingar ævinlega, að við værum svo klár í fjármálum og okkar snillingar kynnu eitthvað sem aðrir væru of vitlausir til að fatta.

Þjóðin fór að trúa þessu. Íslenskir forstjórar fóru á ofurlaun, því þeir skiluðu svo miklum árangri. Og allt þetta smitaði stjórnmálamennina, sem fóru að halda að þeir væru líka klárari en aðrir - og fóru líka á ofurlaun. Mér dauðbrá þegar ég las í fyrra, að íslenskir ráðherrar væru með hærri laun en norskir, danskir og sænskir kollegar þeirra.

Þessi frétt segir allt sem segja skal um árangur þessara manna. http://www.dv.is/frettir/lesa/11487

Mér finnst að allir forstjórar, þingmenn og ráðherrar eigi að lækka laun sín verulega, því árangur þeirra er afar slaklegur og virkilega harmur fyrir íslensku þjóðina. Það sem sparast þar, ætti að fara í launahækkanir hjá heilbrigðisstéttinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

satt og rétt hjá þér

Hólmdís Hjartardóttir, 9.7.2008 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband