Hvernig ætlar Ísland að greiða innistæður í breskum banka?

Mér er spurn, hvernig íslensk stjórnvöld geti heitið því að tryggja allar innistæður í Icesave netbankanum að fullu. Eins og ástandið er hérna heima, og á sama tíma og ríkisstjórnin er að biðja um fjármuni lífeyrissjóðanna. Það er jú verið að tala um innlán sem nema tvöfaldri landsframleiðslu Íslands.

Ekki undarlegt að efasemdarmenn setji spurningamerki við hversu vel íslenska innlánstryggingakerfið sé fært til að standa undir greiðslum þar sem ráði einungis yfir um 88 milljónum punda, 17,7 milljörðum króna meðan innlánin nemi alls 13 milljörðum punda, þ.e. 154 sinnum meira en nemur heildar innlánstryggingarfjárhæðinni.

Mér er líka spurn hvernig það á að vera öruggt, að íslenska ríkisstjórnin sé fær um að mæta skuldbindingum sínum á þessu sviði, þar sem yfirvöld í þremur norrænum ríkum, Svíþjóð, Noregi og Danmörku - muni styðja við Ísland komi til slíks neyðarástands?

Ég veit ekki betur en að það sé líka kreppa í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, og þau lönd eiga víst nóg með sig.


mbl.is Ekki hægt að taka út af Icesave í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband