Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Fyrirhuguð Íslandsferð

Smile  Nú er ákvörðunin tekin - ég ætla til Íslands og heimsækja fjölskylduna samtímis því sem ég ætla að kíkja á Iceland Airwaves. Ég þekki ekki öll þessi ungu íslensku bönd, en einn dana kannast ég við - Trentemöller. Ég sá hann á Roskilde hátíðinni, og líkaði svo vel að ég keypti diskinn hans. Svo nú er bara að finna rétta flugmiðann á rétta verðinu. Ég hlakka til að sjá fólkið mitt, þó ég hafi verið í Reykjavík í vor og fleiri fjölskyldumeðlimir heimsótt mig í sumar, þá er alltaf gott að koma heim. En alltaf verð ég fegin þegar ég flýg aftur út, fegin yfir því að ég búi ekki á þessu landi lengur.

Annars hef ég verið önnum kafin við at hreinsa til í garðinum fyrir veturinn og hef sett niður helling af laukum ýmis konar. Maður heldur alltaf að nú sé ekki pláss fyrir fleiri plöntur, en það er alltaf hægt að koma fleirum að. Síðasta vor byrjuðu vorlaukar, páskaliljur og túlípanar að blómstra í febrúar og voru í blóma til maí, en þá tóku fjölærar plöntur við.

Gamlar myndir 068

Er þetta ekki ótrúlega blátt blóm?


Seðlabankinn í ógöngum

Ég var að lesa á heimasíðu RÚV að Seðlabankinn sé í sjálfheldu, ekki að það komi mér á óvart. Það er ekki nokkur heilvita maður sem skilur hvernig Seðlabankinn og Ríkistjórn Íslands hefur komist upp með að ó-stjórna landinu síðastliðna áratugi, og hefur þó keyrt um þverbak síðustu árin. Í hvert sinn sem ég kem í heimsókn þá furða ég mig á því hvernig venjulegt fólk (og það erum við jú flest, hvort sem okkur finnst betur eða verr) fer að því að lifa góðu lífi á Íslandi. Á meðan fáir velta sér upp úr peningum sem enginn veit hvaðan koma. Auðvitað kemur að skuldaskilum, það er bara verst að það lendir enn einu sinni á breiðu launþegabökunum að standa saman og borga partýið.

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item170881/

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband