Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Áfallahjálp fyrir íslensku þjóðina!

Öll íslenska þjóðin þarf á áfallahjálp að halda

Ef það er ætlast til, að þjóðin standi einu sinni við þá mýtu, að vera komin af "víkingum", vinni sig út úr öllum vandamálum og harmförum, og axli ábyrgð í "stórsjóum" efnahagslífsins. Ef það er ætlast til að þjóðin sem skattgreiðendur framtíðarinnar, hafi orku til að byggja allt upp  aftur, sem útrásardrengirnir hafa eytt í útlöndum: 

Þá þarf að veita þjóðinni áfallahjálp.

Það er búið að ljúga þjóðina upp úr skónum. Allir Íslendingar hafa haldið í mörg ár að við værum rík, vegna þess að við værum svo greind, svo vel menntuð og fallegri og duglegri en aðrar þjóðir. Fólk er í sjokki, þetta var bara allt saman nýju fötin keisarans, og nú eru það skattgreiðendur í næstu kynslóðir sem eiga að hreinsa upp eftir gullbankadrengina og frjálshyggjufólkið.

Það gagnast engum að það ríki óöld og ofbeldi um helgar, vegna þess að fólk þarf að fá útrás fyrir reiði sína.

Eftir að þjóðin fær áfallahjálp, þarf ríkisstjórnin að fara frá.

Æru sinnar vegna, getur ekki nokkur maður sem situr í þessari ríkisstjórn setið áfram. Það þarf nýjar kosningar.

Þess utan, þá þarf að fara fram rannsókn á öllu þessu ferli, sem gerði Ísland gjaldþrota á 5 árum, á meðan ca. 40 manns fengu milljónir í laun og starfslokasamninga. Auk þess óheyrilega starfslokasamninga upp á hundruð milljóna. Það er enginn sem sér þessa menn í dag, þeir fara huldu höfði opinberlega, og ljái það þeim enginn. En einhver þarf að axla ábyrgð á þessu gjaldþroti Íslands, það segir sig sjálf.

Í þriðja lagi þá þarf DO seðlabankastjóri að sjálfsögðu að setjast í helgan stein. Hann hefur gert landinu meira ógagn en nokkur annar.


Ríkisstjórnin afþakkaði fjárhagsaðstoð!

Ég er furðu lostin - ef þessi frétt er rétt, þá hafa DO og ríkisstjórnin gert enn fleiri skemmdarverk en við héldum.

Það á að gera ítarlega hlutlausa rannsókn á þessu öllu saman, og láta þá menn sem orsökuðu þetta gjaldþrot Íslands bera ábyrgð .


mbl.is Afþökkuðu fé frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig byrjaði alheimskreppan?

Hvernig byrjaði þessi alheimskreppa eiginlega?

Hvernig breiddist hún út?

Dagblaðið Politiken spurði Per H. Hansen, Copenhagen Buisness School þessara spurninga. Hér koma svör hans.  

1. Fasteignamarkaðurinn og ótryggð lán

Fasteignabólan sprakk, og það kom niður á bönkum sem höfðu veitt óviðunandi lán. Verð á húsnæði er enn á leið niður, sem gerir allt ennþá verra. Nokkrir óheilbrigðir bankar eru þegar farnir á hausinn.

2. Lánsfjárkrísa og skortur á trausti

Bankarnir byrjuðu að gruna hvern annan um græsku, og þess vegna varð það dýrara fyrir bankana að lána peninga. Það er þetta traust sem áætlunin í USA reynir að byggja upp. Danska ríkisstjórnin reynir það sama.

3. Fjármálakreppa

Sem þýðir að fólk dregur úr neyslu, sparar peninga og þess vegna eykst atvinnuleysið. Afleiðingar efnahagskreppunnar er m.a. aukið atvinnuleysi og fallandi verð á hlutabréfum.

Hér er hlekkur á meiri upplýsingar um málið:

http://politiken.dk/indland/fakta_indland/article575145.ece

Hér er líka hlekkur á tímaröð atburða í ferli kreppunnar:

http://politiken.dk/indland/fakta_indland/article574925.ece


Hvernig ætlar Ísland að greiða innistæður í breskum banka?

Mér er spurn, hvernig íslensk stjórnvöld geti heitið því að tryggja allar innistæður í Icesave netbankanum að fullu. Eins og ástandið er hérna heima, og á sama tíma og ríkisstjórnin er að biðja um fjármuni lífeyrissjóðanna. Það er jú verið að tala um innlán sem nema tvöfaldri landsframleiðslu Íslands.

Ekki undarlegt að efasemdarmenn setji spurningamerki við hversu vel íslenska innlánstryggingakerfið sé fært til að standa undir greiðslum þar sem ráði einungis yfir um 88 milljónum punda, 17,7 milljörðum króna meðan innlánin nemi alls 13 milljörðum punda, þ.e. 154 sinnum meira en nemur heildar innlánstryggingarfjárhæðinni.

Mér er líka spurn hvernig það á að vera öruggt, að íslenska ríkisstjórnin sé fær um að mæta skuldbindingum sínum á þessu sviði, þar sem yfirvöld í þremur norrænum ríkum, Svíþjóð, Noregi og Danmörku - muni styðja við Ísland komi til slíks neyðarástands?

Ég veit ekki betur en að það sé líka kreppa í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, og þau lönd eiga víst nóg með sig.


mbl.is Ekki hægt að taka út af Icesave í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danmörk líka á kúpunni

Það er líka farið að sverfa að danska fjármálamarkaðinum.

Ekki er víst að norrænar vinaþjóðir séu aflögufærar með fjármagn til hjálpar Íslandi. Ríkisstjórnin ætti allavega ekki að treysta á það.

Danska krónan stendur þó öllu betur en sú íslenska: í dag fær maður 3,82 danskar krónur fyrir 100 íslenskar krónur. Aldrei hefur það verið svona svart á gjaldeyrismarkaðinum.


mbl.is Aldrei jafn svart í Danmörku og nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælisbarn dagsins

Hún Hólmdís, æskuvinkona mín frá Húsavík er 50 ára í dag. Smile

Ég sendi þér mínar bestu afmælisóskir, og vona að þú eigir góðan dag í skauti fjölskyldunnar.


Ekki flytja fjármagn lífeyrissjóðanna heim!

Auðvitað eru það fyrst og fremst bankarnir, sem græddu geigvænlega á góðærinu, og höfðu efni á ofurlaunagreiðslum til stjórnenda, sem eiga núna að selja eignir erlendis og nota gróða góðu áranna til að mæta tapi mögru áranna.

Eða hvað?

Ef allir lífeyrissjóðirnir fara nú að selja allt sitt í útlöndum, sem vel að merkja skilar góðum hagnaði í augnablikinu, þá fellur það í eyðsluhít á Íslandi. 

Þar fyrir utan er það ekki gott fyrir efnahag neins ríkis, eða heimsins, að ein þjóð allt í einu tæmi alla sjóði sína og flytji heim. Það verður ennþá meira kaos á heimsmarkaði.

Ef slíkt gerist, mun engin á allri heimsbyggðinni gleyma innrás þessara galvösku gullvíkinga næstu 200 árin. Vel að merkja að eindæmum!

Þetta er mjög slæm hugmynd Shocking


mbl.is Verða að fallast á skilyrði sjóðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þeir að bjarga einhverju?

Vonandi hafa þeir haft nýja menn með í ráðum.  Annars eru þetta gagnslausar samræður.

Ef það eru bara þessir venjulegu valdamenn sem funda: Ríkisstjórn, DO, forkólfar verkalýðshreyfingarinnar, fulltrúar banka og lífeyrissjóða að tala saman - þá gerist ekkert nýtt og nothæft.

Það þarf að hlusta á sérfræðinga, íslenska og erlenda - sem eru óháðir fjármagninu og flokkaspillingu á Íslandi. Og taka þá með í ráð.

Allt annað gagnast ekki venjulegum vinnandi Íslendingum. Heimilin eru í rúst, fólk er þunglynt sem aldrei fyrr, það liggur við óeirðum um helgar.

Hugsar ríkisstjórnin um það?


mbl.is Telur vinnu ganga vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupþing - traustur banki?

Þeir mega segja það sem þeim sýnist, það er ekki nokkur maður sem trúir þeim!

Því miður.

Biðjum fyrir íslensku þjóðinni.


mbl.is Forsvarsmenn Kaupþings segja bankann traustan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrissjóðirnir hafa fært fjármuni til Íslands

Þessi frétt sýnir bara að allt fé lífeyrissjóðanna bjargar ekki skútunni.

Ef þeir fara að selja allt erlendis, fellur það líka í verði.

Og það má þjóðin vita, að ef fjármunir lífeyrissjóðanna verður notað til að bjarga bönkum og gulldrengjum, þá verður ekkert eftir.


mbl.is Tugir milljarða fluttir heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband