Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Langþráð frí

Ég hef ekkert bloggað að undanförnu, hef einfaldlega ekki haft tíma til að sitja við tölvuna vegna anna. Ég hef haft vaktir í 21 dag í röð, auk þess sem ég hef skipulagt 40 ára afmæli, brúðkaup og fl. Svo ég er mjög ánægð með að vera komin í 3ja vikna frí frá og með deginum í dag. Ætla að njóta þess, þó það verði ekki mikið um afslöppun næstu vikur.

Ég ætla að halda í sumarhús á eftir, kem tilbaka á morgun til að sækja soninn á Kastrup. Hann ætlar að vera hérna í 2 vikur. Ég hlakka mikið til að sjá drenginn. Hef ekki hitt hann síðan ég var á Íslandi í apríl. Ég hef hugsað mér að bjóða honum til Amsterdam, við getum heimsótt Gússý systir. Alltaf gott að koma til hennar. Annars ræður hann algjörlega ferðinni á meðan hann er í fríi.

Nú er loksins farið að rigna. Kominn tími til. Gróðurinn var farinn að láta verulega á sjá. Brómber, bláber, hindber, jarðarber og tómatar velta upp, og það er stutt í vínberin. Haust-anemónur, dahlíur, gladiolus, rósir, balsamin og fúnkia blómsta núna í garðinum. Fallegt.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband