Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ástandið á Íslandi

Gússý systir hringdi í mig í gærkvöldi, og hafði að sjálfsögðu áhyggjur af því sem er að gerast á Íslandi. Við höfum öll áhyggjur af ástandinu. Allt mitt sparifé er horfið, íslenska ríkið hefur eignast það.

Lánshæfi íslenska ríkisins og fjármálastofnana var lækkuð eftir yfirtöku á Glitni, og er nú lægra en á Vesturlöndum. Aðeins Pólland og Malasía er metið lægra. Krónan hefur aldrei verið lægri. Kolkrabbinn byrjaði á því að selja vinum sínum ríkisstofnanir og banka - en er nú að taka allt yfir aftur. Hvað er eiginlega í gangi. Hverja hagsmuni er verið að verja? Íslensku þjóðarinnar?

Gússý undraði sig á því að þjóðin gerði ekki byltingu - en ég er vön því að íslendingar láti allt yfir sig ganga, og taki holskeflunum sem óumflýjanlegum náttúruhamförum.

Vonandi verður Ísland ekki tekið yfir af erlendum bönkum. Þetta endar allavega með ósköpum.

 


Ríkið bjargar Glitni

Slæmt er það fyrir íslensku þjóðina, sem enn og einu sinni situr eftir með sárt ennið, og ræður lífróður til að bjarga heimilunum.

Sagt er, að ef það sé lýðræði, fái þjóðir það sem þær eiga skilið. Það er að segja, fólk velur sér stjórnendur og fái þess vegna það sem það vill. Mér finnst nú að íslendingar eigi betra skilið en þær ríkisstjórnir sem þjóðin hefur valið sér undanfarna áratugi. Veljið rétt fólk næst kæra þjóð.


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugferðum til Íslands fækkar

Vonandi verður þessi veiking krónunnar ekki til þess að það verði rándýrt að fljúga til Íslands. Þó það sé nákvæmlega það sem ég óttast. Þrátt fyrir að ég berjist við bölsýnina fyrir Íslands hönd, er það erfitt. Þetta verður því miður verra og verra.
mbl.is Iceland Express fækkar ferðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband