Botninum náð?

Vilhjálmur telur botninum náð!

Hefur hann litið til útlanda?

Ástandið á Íslandi er tvíþætt og þess vegna enn verra, en úti í heimi.

Annars vegar er það umframeyðsla og útrás Íslendinga síðustu ár. Það hefur verið altalað erlendis, í a.m.k 2 ár, að íslensk stjórnvöld þyrftu að gera eitthvað við því. Það hefur ekki gerst. Það er eins og ríkisstjórnin hafi sofið þyrnirósarsvefni þar til í síðustu viku, þegar alheimskreppan skall virkilega á.

Þjóðin hefur verið haldin spilafíkn, og verið á allsherjar innkaupafylleríi. Á sama tíma eru það lífeyrissjóðir landsmanna sem er ábyrgðin á bak við erlend lán ríkissjóðs og útrásarfyrirtækja. Sú lífeyriseign hlýtur að vera í hættu núna. Hræðileg hugsun fyrir venjulegt fólk.

Hins vegar er skollin á alheimskreppa, og þau vandræði eru fyrir utan valdsvið Vilhjálms Egilssonar. Ég held að hann ætti að láta vera, að tjá sig um hluti sem hann hefur engin áhrif á.

Eða er hann kannski spámaður? GetLost

Þá hefði hann átt að getað spáð fyrir þeirri kreppu sem við erum í núna.


mbl.is Telur botninum náð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þeir eru búnir að segja til skiptis að botninum sé náð......allt þetta ár.

Þjóðin er orðin þunglynd og farin að hamstra matvæli.

Kveðja

Hólmdís Hjartardóttir, 3.10.2008 kl. 16:26

2 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Þegar Danir heyra um kreppu eða verkfall, þá kaupa allir ger.  Og ger er uppselt um leið.

Þeir muna ennþá olíukreppuna á 70. áratugnum, sem þeir kalla kartöflukúrinn, og fara strax að búa sig undir að baka brauð og finna kartöflurétti.

Mér hefur alltaf fundist þetta fyndið, en nú er það raunveruleikinn, allavega í nokkurn tíma. Eins gott að byrja strax að spara.

Kær kveðja til þín Hólmdís

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 3.10.2008 kl. 16:43

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Kannski maður geri kartöflukonfekt fyrir jólin. Mannstu ekki eftir því?  Við þolum alveg minni innflutning um tíma, verra með lánin.  Ég held ég sleppi sæmilega enda ekki með nein ofurlán.

Hólmdís Hjartardóttir, 3.10.2008 kl. 17:39

4 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Það er gott Hólmdís, að þú ert ekki skuldsett.

Það eina rétta fyrir almenning núna, er að draga úr neyslu eins og hægt er og greiða niður skuldir. Sem er mjög erfitt, þegar skuldirnar vaxa hraðar en allt annað.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 5.10.2008 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband