Danir trúa á Dan Brown?

Ég hef nú ekkert heyrt um þetta í dönskum fjölmiðlum, en ef það sendur í Berlingske Tidende hlýtur það að vera satt! Eða hvað?

Ef satt reynist, eru danir "ikke rigtig kloge". Að trúa skáldsögum eru undarleg trúarbrögð að mínu mati.


mbl.is Danir trúa Dan Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástandið á Íslandi

Gússý systir hringdi í mig í gærkvöldi, og hafði að sjálfsögðu áhyggjur af því sem er að gerast á Íslandi. Við höfum öll áhyggjur af ástandinu. Allt mitt sparifé er horfið, íslenska ríkið hefur eignast það.

Lánshæfi íslenska ríkisins og fjármálastofnana var lækkuð eftir yfirtöku á Glitni, og er nú lægra en á Vesturlöndum. Aðeins Pólland og Malasía er metið lægra. Krónan hefur aldrei verið lægri. Kolkrabbinn byrjaði á því að selja vinum sínum ríkisstofnanir og banka - en er nú að taka allt yfir aftur. Hvað er eiginlega í gangi. Hverja hagsmuni er verið að verja? Íslensku þjóðarinnar?

Gússý undraði sig á því að þjóðin gerði ekki byltingu - en ég er vön því að íslendingar láti allt yfir sig ganga, og taki holskeflunum sem óumflýjanlegum náttúruhamförum.

Vonandi verður Ísland ekki tekið yfir af erlendum bönkum. Þetta endar allavega með ósköpum.

 


Viðskiptamenn banka flýja til Írlands

Eftir að írska ríkið gekkst í ábyrgð á inneignum í bönkum til ársins 2010, hefur orðið gífurleg aukning í viðskiptum frá flestum löndum Evrópu. Sjá eftirfarandi grein í Politiken.

Íslenska ríkið hefði getað tekið til svipaðra ráða, en það vegur greinilega þyngra, að ræna Glitni.

 http://politiken.dk/udland/article575523.ece


Frestun á viðskiptum hjá sjóðum Glitnis

Hvað verður um sparifé mitt í sjóði hjá Glitni? Það er stóra spurningin. Upphaflega hafði ég sparnað í ríkisskuldabréfum, en eftir að ég hitti nokkra af stjórnendum Glitnis hér í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum, þá flutti ég sparnaðinn yfir í sjóð hjá Glitni - sem átti að gefa meira af sér.

Nú lítur út fyrir að þessi fjárhæð sé horfin, eða hvað? Ég er hrædd um að ég hafi ekki grætt neitt á þessum viðskiptum, heldur tapað öllu.


Ríkið bjargar Glitni

Slæmt er það fyrir íslensku þjóðina, sem enn og einu sinni situr eftir með sárt ennið, og ræður lífróður til að bjarga heimilunum.

Sagt er, að ef það sé lýðræði, fái þjóðir það sem þær eiga skilið. Það er að segja, fólk velur sér stjórnendur og fái þess vegna það sem það vill. Mér finnst nú að íslendingar eigi betra skilið en þær ríkisstjórnir sem þjóðin hefur valið sér undanfarna áratugi. Veljið rétt fólk næst kæra þjóð.


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

I have a dream


Brúðkaup í Holte Kirke

Nú er brúðkaupið loksins yfirstaðið. Það hefur verið í nógu að snúast undanfarið, við að skipuleggja þetta allt saman og ganga frá pappírsvinnu við yfirvöld. En það var þess virði. Það finnast varla hamingjusamari hjón en Nina og Hans. Þau sváfu næstum ekki síðustu vikuna, vegna spennings.

Bryllup 013Hennar draumur var brúðkaup eins og krónprins Friðrik og prins Jóakim fengu. Svo Nina hafði langan slóða á kjólnum og auðvitað brúðarslör og brúðarmeyjar. Hans var í kjólfötum. Brúðkaupið var mjög hefðbundið að hennar ósk. Og allt tekið upp á vídeó svo hún geti horft á þetta allt sitt líf.

Veislan var haldin á Bregnerød Kro, sem er gömul krá frá 16. öld. Þetta var mjög hefðbundið danskt, þau fengu hjartatré og dönsuðu brúðarvalsinn. Því betur sluppu þau við, vegna fötlunar, að skríða undir borðið í hvert sinn sem gestirnir slógu í diskana. Það finnst mér mjög undarlegur siður. Brúðarkjóllinn gjöreyðileggst á þessu hnoði undir borðið.

Brúðhjónin og fjölskyldur beggja gistu svo á kránni á brúðarnóttina. Nina og Hans fengu auðvitað brúðarsvítuna. Það var ekki auga þurrt.

Gjafaborðið svignaði, og það er næstum ekki pláss fyrir þau heima hjá sér í augnablikinu. Það tekur tíma að finna pláss fyrir allar þessar gjafir. Það næsta sem er svo á dagskrá er auðvitað brúðkaupsferðin, sem verður til Rómar. Það á að vera mjög rómantísk ferð, með "candelight dinners" og svo framveigis. Mig er þegar farið að hlakka til að taka þátt í þessu með þeim.


Langþráð frí

Ég hef ekkert bloggað að undanförnu, hef einfaldlega ekki haft tíma til að sitja við tölvuna vegna anna. Ég hef haft vaktir í 21 dag í röð, auk þess sem ég hef skipulagt 40 ára afmæli, brúðkaup og fl. Svo ég er mjög ánægð með að vera komin í 3ja vikna frí frá og með deginum í dag. Ætla að njóta þess, þó það verði ekki mikið um afslöppun næstu vikur.

Ég ætla að halda í sumarhús á eftir, kem tilbaka á morgun til að sækja soninn á Kastrup. Hann ætlar að vera hérna í 2 vikur. Ég hlakka mikið til að sjá drenginn. Hef ekki hitt hann síðan ég var á Íslandi í apríl. Ég hef hugsað mér að bjóða honum til Amsterdam, við getum heimsótt Gússý systir. Alltaf gott að koma til hennar. Annars ræður hann algjörlega ferðinni á meðan hann er í fríi.

Nú er loksins farið að rigna. Kominn tími til. Gróðurinn var farinn að láta verulega á sjá. Brómber, bláber, hindber, jarðarber og tómatar velta upp, og það er stutt í vínberin. Haust-anemónur, dahlíur, gladiolus, rósir, balsamin og fúnkia blómsta núna í garðinum. Fallegt.


Eins konar sumarfrí

Undanfarnar 3 vikur hef ég verið að "afspadsere", en það er vegna þess að maður fær ekki borgaða yfirvinnu í Danmörku. Þegar maður hefur safnað of mörgum yfirvinnutímum, er maður sendur í frí, og ég var komin með 200 tíma. Ég fæ svo 3ja vikna sumarfrí í ágúst að auki.

Danir eiga ekki að vinna yfirvinnu, það slítur þeim of mikið út. Þar að auki hefur verið atvinnuleysi í landinu, og það er litið svo á, að ef fólk vinnur yfirvinnu, þá taka þeir vinnu frá atvinnulausum. Þetta hefur mér alltaf fundist mjög óréttlátt, ég vil mikið heldur fá þessa yfirvinnutíma borgaða út.

Nú, ég fór í sumarhúsið í nokkra daga, en þar var allt of heitt. Aðeins hægt að vinna í garðinum á morgnana og á kvöldin. Ég fór því að dunda mér við að búa til lavendel vendi, en þeir eru frábærir í skúffurnar - það kemur svo góð lykt.

Lavendel vendir 001

Nú er aftur á móti farið að rigna, sem er ágætt fyrir gróðurinn.


Íþróttir á röngunni - Blindfullur dómari

Sergei Shmolik hefur sennilega dæmt sinn síðasta leik í hvítrússnesku deildinni.

Hann klagaði yfir bakverkjum og það þurfti að hjálpa honum af vellinum á laugardag, í leik milli Lokomitiv Vitebsk og Naftan Novopolotsk. En reyndar var hann blindfullur. Eftir rannsókn á sjúkrahúsi var það staðfest.

Þessi fótboltadómari hefur líka dæmt í alþjóðlegum mótum, síðast fyrir 2 vikum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband