Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Straumur að eignast BIVA í Danmörku!!!
12.1.2009 | 15:22
Mér aldeilis dauðbrá þegar ég las þessa frétt. Þeir eru greinilega ekki alveg fátækir í Straumi. Fjölskyldan sem átti BIVA tapaði 60 dönskum milljónum á þessu fyrirtæki árið 2008.
Það er ekki að spyrja að þessum íslensku útrásarvíkingum - þeir læra aldrei.
Hér er greinin í Politiken i dag
Rekja eigendaflækjur
5.1.2009 | 11:22
Gott mál. Það er löngu kominn tími til þess að greiða úr eigendaflækjunni. Ég bíð spennt eftir niðurstöðu ríkisskattsstjóra.
Rekja eigendaflækjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spilling
6.11.2008 | 15:43
Auðvitað ætla þeir að rannsaka sjálfan sig, þeir hafa jú allir eitthvað að fela.
Það er enginn sem tekur mark á svona hlutdrægninni rannsókn.
Verður alltaf íslensk rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslenska græðgin
4.11.2008 | 21:15
Ennþá sjáum við eitt dæmið um klíkuskapinn og bananalýðveldið Ísland - nú gjaldþrota vegna svona hluta. Fuss .....
Þeir sleppa ansi billega sýnist mér, þeir menn sem af græðgi hafa misnotað stöðu sína til þess að taka stór persónuleg lán, svo þeir gætu grætt ennþá meira. Þar með orsökuðu þeir gjaldþrot Íslands, sem er allt annað en heimskreppan.
Skuldirnar eru nú afskrifaðar, þjóðin borgar. Þessir menn hafa nú algjörlega tapað þeirri æru sem eftir var, í mínum augum.
Lykilmenn skulduðu 80 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig byrjaði alheimskreppan?
6.10.2008 | 15:23
Hvernig byrjaði þessi alheimskreppa eiginlega?
Hvernig breiddist hún út?
Dagblaðið Politiken spurði Per H. Hansen, Copenhagen Buisness School þessara spurninga. Hér koma svör hans.
1. Fasteignamarkaðurinn og ótryggð lán
Fasteignabólan sprakk, og það kom niður á bönkum sem höfðu veitt óviðunandi lán. Verð á húsnæði er enn á leið niður, sem gerir allt ennþá verra. Nokkrir óheilbrigðir bankar eru þegar farnir á hausinn.
2. Lánsfjárkrísa og skortur á trausti
Bankarnir byrjuðu að gruna hvern annan um græsku, og þess vegna varð það dýrara fyrir bankana að lána peninga. Það er þetta traust sem áætlunin í USA reynir að byggja upp. Danska ríkisstjórnin reynir það sama.
3. Fjármálakreppa
Sem þýðir að fólk dregur úr neyslu, sparar peninga og þess vegna eykst atvinnuleysið. Afleiðingar efnahagskreppunnar er m.a. aukið atvinnuleysi og fallandi verð á hlutabréfum.
Hér er hlekkur á meiri upplýsingar um málið:
http://politiken.dk/indland/fakta_indland/article575145.ece
Hér er líka hlekkur á tímaröð atburða í ferli kreppunnar:
http://politiken.dk/indland/fakta_indland/article574925.ece
Kaupþing - traustur banki?
5.10.2008 | 15:25
Þeir mega segja það sem þeim sýnist, það er ekki nokkur maður sem trúir þeim!
Því miður.
Biðjum fyrir íslensku þjóðinni.
Forsvarsmenn Kaupþings segja bankann traustan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífeyrissjóðirnir hafa fært fjármuni til Íslands
5.10.2008 | 15:17
Þessi frétt sýnir bara að allt fé lífeyrissjóðanna bjargar ekki skútunni.
Ef þeir fara að selja allt erlendis, fellur það líka í verði.
Og það má þjóðin vita, að ef fjármunir lífeyrissjóðanna verður notað til að bjarga bönkum og gulldrengjum, þá verður ekkert eftir.
Tugir milljarða fluttir heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskiptamenn banka flýja til Írlands
1.10.2008 | 10:11
Eftir að írska ríkið gekkst í ábyrgð á inneignum í bönkum til ársins 2010, hefur orðið gífurleg aukning í viðskiptum frá flestum löndum Evrópu. Sjá eftirfarandi grein í Politiken.
Íslenska ríkið hefði getað tekið til svipaðra ráða, en það vegur greinilega þyngra, að ræna Glitni.
http://politiken.dk/udland/article575523.ece
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frestun á viðskiptum hjá sjóðum Glitnis
30.9.2008 | 11:47
Hvað verður um sparifé mitt í sjóði hjá Glitni? Það er stóra spurningin. Upphaflega hafði ég sparnað í ríkisskuldabréfum, en eftir að ég hitti nokkra af stjórnendum Glitnis hér í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum, þá flutti ég sparnaðinn yfir í sjóð hjá Glitni - sem átti að gefa meira af sér.
Nú lítur út fyrir að þessi fjárhæð sé horfin, eða hvað? Ég er hrædd um að ég hafi ekki grætt neitt á þessum viðskiptum, heldur tapað öllu.