Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Grípum til aðgerða gegn Ísrael
16.1.2009 | 13:02
Það er ekkert lát á ofbeldinu í Gasa, fjöldi fallinna borgara á Gasa eykst sífellt. Á svæðinu eru um 1.5 milljón óbreyttra borgara innilokaðir, þar sem þeir eru berskjaldaðir gegn mannfalli og eignaspjöllum. Á 21 dögum átakanna létu rúmlega 1133 Palestínumenn lífið og um það bil 5200 særðust í árásum Ísraelsmanna. Flestir hinna látnu voru óbreyttir borgarar, þar af 346 börn og 105 konur.
Þrýstu á ísraelsk stjórnvöld að binda tafalaust enda á árásir sínar og leyfa flutning neyðargagna, flutning særðra og frjálsar ferðir óbreyttra borgara burt af átakasvæðinu, sem og frjálst aðgengi mannréttinda- og mannúðarstarfsmanna og fjölmiðlafólks að svæðinu.
Prentaðu út þetta bréf og sendu til forseta Ísraels
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)