Færsluflokkur: Dægurmál
Straumur að eignast BIVA í Danmörku!!!
12.1.2009 | 15:22
Mér aldeilis dauðbrá þegar ég las þessa frétt. Þeir eru greinilega ekki alveg fátækir í Straumi. Fjölskyldan sem átti BIVA tapaði 60 dönskum milljónum á þessu fyrirtæki árið 2008.
Það er ekki að spyrja að þessum íslensku útrásarvíkingum - þeir læra aldrei.
Hér er greinin í Politiken i dag
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
BECAUSE WE CARE - D.A.D. safnar fé til hjálpar Íslendingum
8.1.2009 | 10:34
Nú er svo komið fyrir fyrir mörgum Íslendingum í Danmörku, að þeir eiga ekki til hnífs og skeiðar. Þar er aðallega um að ræða námsmenn og lífeyrisþega, sem fá ekki yfirfærslur frá bönkum á Íslandi. Danskir tónlistarmenn hafa staðið fyrir nokkrum tónleikum í Danmörku undir yfirskriftinni "Because we care", þar sem þeir hafa safnað fé til hjálpar þessum þolendum íslenska bankahrunsins.
Nú eru þeir á leið til Íslands í sömu erindagerðum. Það eru sjálfir D.A.D. sem munu halda styrktartónleika í Reykjavík 24. janúar n.k. Það er vonandi að sem flestir Íslendingar skyrki landa sína og mæti á tónleikana.
Sjá grein í Jyllandsposten
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Seðlabankinn í ógöngum
25.9.2007 | 00:16
Ég var að lesa á heimasíðu RÚV að Seðlabankinn sé í sjálfheldu, ekki að það komi mér á óvart. Það er ekki nokkur heilvita maður sem skilur hvernig Seðlabankinn og Ríkistjórn Íslands hefur komist upp með að ó-stjórna landinu síðastliðna áratugi, og hefur þó keyrt um þverbak síðustu árin. Í hvert sinn sem ég kem í heimsókn þá furða ég mig á því hvernig venjulegt fólk (og það erum við jú flest, hvort sem okkur finnst betur eða verr) fer að því að lifa góðu lífi á Íslandi. Á meðan fáir velta sér upp úr peningum sem enginn veit hvaðan koma. Auðvitað kemur að skuldaskilum, það er bara verst að það lendir enn einu sinni á breiðu launþegabökunum að standa saman og borga partýið.
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item170881/
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)