Seðlabankinn í ógöngum
25.9.2007 | 00:16
Ég var að lesa á heimasíðu RÚV að Seðlabankinn sé í sjálfheldu, ekki að það komi mér á óvart. Það er ekki nokkur heilvita maður sem skilur hvernig Seðlabankinn og Ríkistjórn Íslands hefur komist upp með að ó-stjórna landinu síðastliðna áratugi, og hefur þó keyrt um þverbak síðustu árin. Í hvert sinn sem ég kem í heimsókn þá furða ég mig á því hvernig venjulegt fólk (og það erum við jú flest, hvort sem okkur finnst betur eða verr) fer að því að lifa góðu lífi á Íslandi. Á meðan fáir velta sér upp úr peningum sem enginn veit hvaðan koma. Auðvitað kemur að skuldaskilum, það er bara verst að það lendir enn einu sinni á breiðu launþegabökunum að standa saman og borga partýið.
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item170881/
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.