Nafna mín í Ameríku

Ég fékk e-mail um daginn frá Sigríði Richards. Það sýndi sig að sendandi var þeldökk stúlka í New York, ættuð frá Jamaika. Ég gapti af undrun.

Hún sagðist hafa orðið mjög undrandi þegar vinir hennar bentu henni á að það væri önnur kona á netinu með sama nafn. Hún hafði alltaf haldið að hún væri sú eina í heiminum með þetta nafn. Richards er algengt eftirnafn í Ameríku, en Sigríður mjög sjaldgæft.

Aðspurð hvaðan hennar nafn var komið, svaraði hún að eldri systir hennar hefði átt pennavinkonu í Þýskalandi, og foreldrum hennar hefði þótt nafnið sérkennilegt og fallegt. En ameríkanar eiga erfitt með að bera það fram: Sigi, Sig, Siggi, Sigi, Siri, See, Grid? Griddy, Cider, Siege. Hún er frekar þreytt á því, og það skil ég vel. 

Ég get sagt það sama. Ég hef alltaf haldið sjálf að ég væri sú eina Sigríður Richards í heiminum. Það eru jú margar Sigríðar á Íslandi, en ekki margir menn sem heita Richard. Allavega var ég alltaf spurð þegar ég var yngri, hvort pabbi minn væri útlendingur og hvers vegna hann héti þessu nafni.

Jæja, en nú erum við báðar orðnar meðlimir í klúbbnum "the sisterhood of Sigrids" á Facebook. Þar sé ég að það eru Sigríðar út um allann heim. Margar ættaðar frá Þýskalandi eða Noregi, og flestar vita ekki hvaðan nafnið er komið. Þær eru í öllum löndum, Rúmeníu, Ástralíu, Afríku, Ameríku ofl. Og fæstar frá Íslandi. Mjög áhugaverð pæling.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

góðan og blessaðan daginn...jahérna áttu nöfnu ættaða frá Jamaika...hér er rok og skítakuldi og blómin mín hafa stórlega látið á sjá

Hólmdís Hjartardóttir, 29.6.2008 kl. 11:26

2 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

 Já ég varð mjög hissa, og leið eins og ég ætti tvífara. Þangað til ég sá myndina af henni. Þeldökk jamaikastúlka, engin hvít gen þar.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 29.6.2008 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband