Já, Megas er snillingur
3.10.2008 | 18:18
Megas er góður, og engum líkur, en það eru ekki ný sannindi. Aftur á móti er það gleðilegt að borgarastéttin er virkilega byrjuð að viðurkenna hann.
Það er gott að Ingibjörg Þorbergs, sem sá um barnaútvarp í minni tíð fyrir 50 árum, og var þekktur og viðurkenndur lagahöfundur,viðurkennir Megas. Þetta sýnir bara, að öll uppreisn ungs fólks verður borgaraleg á nokkrum áratugum.
Það vantar bara, að kunningi minn, Atli Heimir, viðurkenni Megas sem tónlistarmann. Þá er allt fullkomnað.
Áfram veginn MEGAS!
Ingibjörg Þorbergs: Megas er snillingur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
1986 gekk ég frá umslagi á plötunni "Hvít er borg og bær". Þar sungu uppáhalds söngvarar Ingibjargar Þorbergs lög eftir hana. Megas var einn þeirra.
Jens Guð, 3.10.2008 kl. 18:48
Megas er bara flottur
Hólmdís Hjartardóttir, 3.10.2008 kl. 18:52
Takk fyrir innlit.
Jens, gott að heyra að Ingibjörg hefur haldið uppá Megas í öll þessi ár.
Sigríður Hulda Richardsdóttir, 4.10.2008 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.