Eru þeir að bjarga einhverju?
5.10.2008 | 15:35
Vonandi hafa þeir haft nýja menn með í ráðum. Annars eru þetta gagnslausar samræður.
Ef það eru bara þessir venjulegu valdamenn sem funda: Ríkisstjórn, DO, forkólfar verkalýðshreyfingarinnar, fulltrúar banka og lífeyrissjóða að tala saman - þá gerist ekkert nýtt og nothæft.
Það þarf að hlusta á sérfræðinga, íslenska og erlenda - sem eru óháðir fjármagninu og flokkaspillingu á Íslandi. Og taka þá með í ráð.
Allt annað gagnast ekki venjulegum vinnandi Íslendingum. Heimilin eru í rúst, fólk er þunglynt sem aldrei fyrr, það liggur við óeirðum um helgar.
Hugsar ríkisstjórnin um það?
Telur vinnu ganga vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þeir eiga að sæja Þorvald Gylfason
Hólmdís Hjartardóttir, 5.10.2008 kl. 15:47
Bull ! Þarf enga sérfræðinga, innlenda sem erlenda. Allt sem þarf er að " handsama" þennan Davíð, manninn sem er ekki aðeins valdur að hruni íslenska bankakerfisins, heldur stærstu fjárfestingarbanka um víða veröld !!
"Fram þjáðir menn í þúsund löndum" -Banka"banann" Davíð burt !
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 16:05
Hólmdís!
Auðvitað eiga þeir að tala við Þorvald Gylfason og fleiri góða menn.
Kalli Sveins!
Ég er sammála því, að það er óskiljanlegt hvað sá maður hefur fengið að hafa puttana í öllu í áratugi.
Nú er nóg komið! Út með hann!
Sigríður Hulda Richardsdóttir, 5.10.2008 kl. 16:23
Niður með gamla valdið sem búið er að skemma allt og spilla, sjálfu sér öðru fremur. Lengi lifi byltingin!
Guðmundur Ásgeirsson, 5.10.2008 kl. 17:54
Takk fyrir innlit
Við erum sammála
Sigríður Hulda Richardsdóttir, 6.10.2008 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.