Ekki flytja fjármagn lífeyrissjóðanna heim!
5.10.2008 | 19:53
Auðvitað eru það fyrst og fremst bankarnir, sem græddu geigvænlega á góðærinu, og höfðu efni á ofurlaunagreiðslum til stjórnenda, sem eiga núna að selja eignir erlendis og nota gróða góðu áranna til að mæta tapi mögru áranna.
Eða hvað?
Ef allir lífeyrissjóðirnir fara nú að selja allt sitt í útlöndum, sem vel að merkja skilar góðum hagnaði í augnablikinu, þá fellur það í eyðsluhít á Íslandi.
Þar fyrir utan er það ekki gott fyrir efnahag neins ríkis, eða heimsins, að ein þjóð allt í einu tæmi alla sjóði sína og flytji heim. Það verður ennþá meira kaos á heimsmarkaði.
Ef slíkt gerist, mun engin á allri heimsbyggðinni gleyma innrás þessara galvösku gullvíkinga næstu 200 árin. Vel að merkja að eindæmum!
Þetta er mjög slæm hugmynd
Verða að fallast á skilyrði sjóðanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:57 | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlega sammála. Það er afar slæm hugmynd að taka fé úr góðri ávöxtun erlendis og setja það í hendur ábyrgðarlausra spilafíkla.
Þeir sem græddu á spilakössunum eiga að tapa sínum hagnaði en ekki láta almenning sjá um að endurfjármagna pottinn.
Árni Gunnarsson, 5.10.2008 kl. 20:40
Ætli það sé ekki aðalmálið á fundum þessara jólasveina hvernig bjarga megi fjárglæframönnunum og bönkunum þeirra frá tapi vegna heimskulegrar ákvarðana þeirra undanfarinn ár. Skítt með almenning og hans lífeyrissjóð. Alla vega treysti ég engum af þessum mönnum.Og allra síst stjórnmálamönnunum.
Jon Mag (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 22:13
Haaa??? Hvað eruð þið eiginlega að tala um? Það er verið að tala um að flytja fjármagn á milli landa en ekki að láta það skipta um eigendur eða gefa það bönkunum þegar það er komið hingað til lands.
Sveinn Sigurður Kjartansson, 5.10.2008 kl. 22:50
Af hverju geta bankarnir þá ekki flutt sitt fé á milli landa.
Það var sagt hér í gamla daga um óráðsíumenn að það yrði hver að liggja sem hann hefði um sig búið,og það finnst mér gilda um þessa glæframenn. Að ætla að nota lífeyrissjóðina til að hjálpa fjárglæframönnum er glæpur, sem ég trúi ekki fyrr en ég tek á því, að stjórnir sjóðanna samþykki.
Ari Guðmar Hallgrímsson, 5.10.2008 kl. 23:03
sammála þér Sigga
Hólmdís Hjartardóttir, 6.10.2008 kl. 02:17
Takk fyrir öll innlit.
Lífeyrissjóðirnir eru bundnir í fjárfestingum erlendis. Ef þær fjárfestingar eru losaðar allar í einu, þá falla þær í verði. Þetta vita allir.
Þar fyrir utan á ekki að mínu mati, að nota skyldusparnað þjóðarinnar til þess að bjarga bönkum og fjárglæframönnum. Þeir græddu mikla peninga á tímabili, gáfu þeir þjóðinni eitthvað?
Auðvitað á að byrja á því að láta banka og fjárglæframenn selja eignir sínar erlendis og flytja þær heim. Þeir verða að taka tapið á sig fyrst og fremst.
Sigríður Hulda Richardsdóttir, 6.10.2008 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.