Það vill enginn taka ábyrgð

Það er alveg rétt sem norski hagfræðingurinn segir, en auðvitað vill enginn af þessum mönnum taka ábyrgð á sínum gerðum, eða því sem þeir gerðu ekki. Þeir hafa verið á ofurlaunum við að keyra allt í strand, eru án ábyrgðar og sitja svo áfram.

Þetta myndi aldrei viðgangast í Evrópu. Svona ráðamenn yrðu látnir fara frá með  skömm. Lýsir bara bananalýðveldinu Íslandi á afgerandi hátt.

Reign Of Error


mbl.is „Hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er engin spurning að stjórnmálamenn taka ábyrgð allavega mun það sjást í næstu kosningum en svo er líka hvað með þá hina. Ég vil að þeir sem unnu í bönkunum þá er ég ekki að tala um þjónustufulltrúa eða gjaldkera heldur innra eftirlit bankans og fjármálaeftirlitið það er fólk sem ætti að taka pokann sinn. Svo finnst mér það grátbroslegt að einn auðjöfurinn geti sent okkur lang nef og keypt fjölmiðlana hvað verður langt þangað til hann fer að þurrka út bloggið sem við skrifum ef það stendur eitthvað neikvætt um hann. Get sagt þér að það verður ekki langt þangað til. held að ekki sé til jafn útsmoginn manneskja

Guðrún (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 13:11

2 Smámynd: Heidi Strand

Ég er alveg sammála ykkur.
Varðandi fjölmiðlana og bloggið, þá höfum erlendu fjölmiðla og fleira stöðum til að blogga á.

Heidi Strand, 3.11.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband