Það eru peningar í ísbjörnum

Næst þegar það villist einmana ísbjörn til Íslands, ætti þjóðin að taka höndum saman um að fanga hann og selja til útlanda. Það eru greinilega miklir fjármunir í boði, ef björninn verður fjölmiðlastjarna. Það er mikil ísbjarnahetjudáð að synda alla þessa leið, svo fjölmiðlar ættu að geta gert ísbjörninn að fjölmiðlastjörnu.

Frétt: http://ekstrabladet.dk/nyheder/samfund/article1031458.ece


Slæm kaup kosta milljarða

Ég man fyrir 2 árum, þegar Danir voru mikið að skrifa um íslensku útrásina, og voru að reyna að finna út hvar peningarnir á bak við þetta allt saman voru eiginlega. Þá svöruðu íslendingar ævinlega, að við værum svo klár í fjármálum og okkar snillingar kynnu eitthvað sem aðrir væru of vitlausir til að fatta.

Þjóðin fór að trúa þessu. Íslenskir forstjórar fóru á ofurlaun, því þeir skiluðu svo miklum árangri. Og allt þetta smitaði stjórnmálamennina, sem fóru að halda að þeir væru líka klárari en aðrir - og fóru líka á ofurlaun. Mér dauðbrá þegar ég las í fyrra, að íslenskir ráðherrar væru með hærri laun en norskir, danskir og sænskir kollegar þeirra.

Þessi frétt segir allt sem segja skal um árangur þessara manna. http://www.dv.is/frettir/lesa/11487

Mér finnst að allir forstjórar, þingmenn og ráðherrar eigi að lækka laun sín verulega, því árangur þeirra er afar slaklegur og virkilega harmur fyrir íslensku þjóðina. Það sem sparast þar, ætti að fara í launahækkanir hjá heilbrigðisstéttinni.


Sól og sumar

Veðrið er yndislegt í augnablikinu, sólin skín og allt er svo fallegt. Krakkarnir á Hróarskelduhátíðinni hljóta að fagna þessu. Í fyrra óð maður aurinn upp að hnjám, það rigndi svo mikið.

Ég var úti í garði og þetta lag passar mjög vel við stemminguna.


Detektivbyrån

Þetta er þrælskemmtileg hljómsveit frá Svíþjóð.

Mér finnst E18 og Lyckens undulat sérlega góð lög. Þegar maður hefur heyrt lögin nokkrum sinnum, syngja þau í höfðinu á manni.


Nafna mín í Ameríku

Ég fékk e-mail um daginn frá Sigríði Richards. Það sýndi sig að sendandi var þeldökk stúlka í New York, ættuð frá Jamaika. Ég gapti af undrun.

Hún sagðist hafa orðið mjög undrandi þegar vinir hennar bentu henni á að það væri önnur kona á netinu með sama nafn. Hún hafði alltaf haldið að hún væri sú eina í heiminum með þetta nafn. Richards er algengt eftirnafn í Ameríku, en Sigríður mjög sjaldgæft.

Aðspurð hvaðan hennar nafn var komið, svaraði hún að eldri systir hennar hefði átt pennavinkonu í Þýskalandi, og foreldrum hennar hefði þótt nafnið sérkennilegt og fallegt. En ameríkanar eiga erfitt með að bera það fram: Sigi, Sig, Siggi, Sigi, Siri, See, Grid? Griddy, Cider, Siege. Hún er frekar þreytt á því, og það skil ég vel. 

Ég get sagt það sama. Ég hef alltaf haldið sjálf að ég væri sú eina Sigríður Richards í heiminum. Það eru jú margar Sigríðar á Íslandi, en ekki margir menn sem heita Richard. Allavega var ég alltaf spurð þegar ég var yngri, hvort pabbi minn væri útlendingur og hvers vegna hann héti þessu nafni.

Jæja, en nú erum við báðar orðnar meðlimir í klúbbnum "the sisterhood of Sigrids" á Facebook. Þar sé ég að það eru Sigríðar út um allann heim. Margar ættaðar frá Þýskalandi eða Noregi, og flestar vita ekki hvaðan nafnið er komið. Þær eru í öllum löndum, Rúmeníu, Ástralíu, Afríku, Ameríku ofl. Og fæstar frá Íslandi. Mjög áhugaverð pæling.


Flugferðum til Íslands fækkar

Vonandi verður þessi veiking krónunnar ekki til þess að það verði rándýrt að fljúga til Íslands. Þó það sé nákvæmlega það sem ég óttast. Þrátt fyrir að ég berjist við bölsýnina fyrir Íslands hönd, er það erfitt. Þetta verður því miður verra og verra.
mbl.is Iceland Express fækkar ferðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Garðurinn í júní

Ég var að vinna í garðinum í gær. Það er alveg ótrúlegt hvað allt vex hratt í augnablikinu, þrátt fyrir að það var hitabylgja í vor í 6 vikur, 30 stiga hiti og engin rigning. Maður hefur varla við að viðhalda blómabeðunum. Svo er bannað að vökva, því það þarf að spara vatnið. Ég er nú samt að stelast til að vökva sumarblómin á kvöldin, þau þola ekki svona þurrka.

Ég elska ber, svo ég er með jarðarber, ribsber, græn og blá vínber, amerísk bláber, brómber, hindber og tytteber. Jarðarberin eru byrjuð að verða fullþroska, svo nú keppist ég við fuglana að ná þeim. Skrýtið að það er ekki eins mikið af bláberjum og í fyrra. Af hverju ætli það stafi? Það er líka minna af eplum en í fyrra, en meira af perum. Undarlegt.

Ég uppgötvaði 5 "dræbersnegle" - þeir fyrstu í ár. Ég hef fundið fullt af skógarsniglum og venjulegum kuðungasniglum, sem eru líka ógeðslegir. Sniglarnir eru óvinir mínir númer eitt. Þeir fá allir að láta lífið. Nú þarf ég að byrja sniglaveiðar á kvöldin með vasljós, eins og allir hinir. Öll önnur dýr eru velkomin á lóðina mína. Það búa íkornar í gamla grenitrénu, líka skógardúfur og ýmsir smáfuglar. Broddgeltirnir eru mjög velkomnir, þeir éta unga snigla og eru bráðnauðsynlegir í garðinum, svo ég gef þeim vatn að drekka daglega.

Furutréð á lóð nágranna míns hefur kastað svo mörgum könglum í rokinu um daginn, að ég fyllti 2 stóra plastapoka. Þetta eru fallegir furukönglar, það er eiginlega synd að henda þeim. Kannske er einhver sem getur notað þá, ef til vill einhver frístundaklúbbur eða slíkt. Það er tilvalið að nota þá í jólaskreytingar. Ég þarf að athuga það.

Ég var að ákveða að skreppa til Madeira í viku eða svo. Það er jú blómaeyja og ég hef ekki verið þar áður. Það hlýtur að vera fullt af sjaldgæfum plöntum þar, og möguleiki á að kaupa fræ. Ég er þegar farin að hlakka til.


Íslenska krónan á útsölu

Það marg borgar sig að ferðast til Íslands í augnablikinu.

Hér í Kaupmannahöfn kosta 100 ísl. krónur 4 danskar krónur!!! Ég þarf að drífa mig heim, þar er ég milljarðamæringur.


mbl.is Evran yfir 130 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með afmælið Gússý

Heart  Til hamingju með afmælið Gússý mín. Og vonandi eigið þið Pieter góða ferð til Íslands, þó þið hangið bara í Reykjavík í þetta sinn. Ég bið allavega að heilsa Íslandi.

Sumarfrí

Það er ansi langt síðan ég hef bloggað hérna á Mbl. Ég hef verið meira upptekin af MySpace út af tónlistinni þar.

En nú er ég komin í sumarfrí, og ætla að nota hluta af því til þess að hanga í tölvunni þegar veðrið er ekki til þess að vera í garðinum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband