Færsluflokkur: Bloggar

Já, Megas er snillingur

Megas er góður, og engum líkur, en það eru ekki ný sannindi. Aftur á móti er það gleðilegt að borgarastéttin er virkilega byrjuð að viðurkenna hann.

Það er gott að Ingibjörg Þorbergs, sem sá um barnaútvarp í minni tíð fyrir 50 árum, og var þekktur og viðurkenndur lagahöfundur,viðurkennir Megas. Þetta sýnir bara, að öll uppreisn ungs fólks verður borgaraleg á nokkrum áratugum.

Það vantar bara, að kunningi minn, Atli Heimir, viðurkenni Megas sem tónlistarmann. Þá er allt fullkomnað. Wink

Áfram veginn MEGAS!


mbl.is Ingibjörg Þorbergs: Megas er snillingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru peningar í ísbjörnum

Næst þegar það villist einmana ísbjörn til Íslands, ætti þjóðin að taka höndum saman um að fanga hann og selja til útlanda. Það eru greinilega miklir fjármunir í boði, ef björninn verður fjölmiðlastjarna. Það er mikil ísbjarnahetjudáð að synda alla þessa leið, svo fjölmiðlar ættu að geta gert ísbjörninn að fjölmiðlastjörnu.

Frétt: http://ekstrabladet.dk/nyheder/samfund/article1031458.ece


Slæm kaup kosta milljarða

Ég man fyrir 2 árum, þegar Danir voru mikið að skrifa um íslensku útrásina, og voru að reyna að finna út hvar peningarnir á bak við þetta allt saman voru eiginlega. Þá svöruðu íslendingar ævinlega, að við værum svo klár í fjármálum og okkar snillingar kynnu eitthvað sem aðrir væru of vitlausir til að fatta.

Þjóðin fór að trúa þessu. Íslenskir forstjórar fóru á ofurlaun, því þeir skiluðu svo miklum árangri. Og allt þetta smitaði stjórnmálamennina, sem fóru að halda að þeir væru líka klárari en aðrir - og fóru líka á ofurlaun. Mér dauðbrá þegar ég las í fyrra, að íslenskir ráðherrar væru með hærri laun en norskir, danskir og sænskir kollegar þeirra.

Þessi frétt segir allt sem segja skal um árangur þessara manna. http://www.dv.is/frettir/lesa/11487

Mér finnst að allir forstjórar, þingmenn og ráðherrar eigi að lækka laun sín verulega, því árangur þeirra er afar slaklegur og virkilega harmur fyrir íslensku þjóðina. Það sem sparast þar, ætti að fara í launahækkanir hjá heilbrigðisstéttinni.


Íslenska krónan á útsölu

Það marg borgar sig að ferðast til Íslands í augnablikinu.

Hér í Kaupmannahöfn kosta 100 ísl. krónur 4 danskar krónur!!! Ég þarf að drífa mig heim, þar er ég milljarðamæringur.


mbl.is Evran yfir 130 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarfrí

Það er ansi langt síðan ég hef bloggað hérna á Mbl. Ég hef verið meira upptekin af MySpace út af tónlistinni þar.

En nú er ég komin í sumarfrí, og ætla að nota hluta af því til þess að hanga í tölvunni þegar veðrið er ekki til þess að vera í garðinum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband