Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Mannréttindi barna
15.1.2009 | 12:27
Það er gott, að það er kominn úrskurður frá umboðsmanni barna um, að þau hafi rétt á því að tjá sig.
Íslendingar hafa skrifað undir mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna, svo auðvitað þurfa þeir að standa við það:Barnasáttmáli SÞ http://www.abotinn.is/barnaheill/barnasattmali1.html
12. gr.
1. Aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska.
2. Vegna þessa skal barni einkum veitt tækifæri til að tjá sig við hverja þá málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi sem barnið varðar, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu talsmanns eða viðeigandi stofnunar, á þann hátt sem samræmist reglum í lögum um málsmeðferð.
13. gr.
1. Barn á rétt til að láta í ljós skoðanir sínar, og felur það í sér rétt til að leita, taka við og miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum, án tillits til landamæra, annaðhvort munnlega, skriflega eða á prenti, í formi lista eða eftir hvers kyns öðrum leiðum að vali þess.
2. Láta má rétt þennan sæta vissum takmörkunum, en þó aðeins að því marki sem mælt er fyrir í lögum og er nauðsynlegt
a) til þess að virða réttindi eða mannorð annarra, eða
b) til að gæta öryggis þjóðarinnar eða allsherjarreglu (ordre public), eða heilbrigðis almennings eða siðgæðis.
14. gr.
1. Aðildarríki skulu virða rétt barns til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar.
2. Aðildarríki skulu virða rétt og skyldur foreldra, og lögráðamanna, eftir því sem við á, til að veita barni leiðsögn við að beita rétti sínum á þann hátt sem samræmist vaxandi þroska þess.
3. Frelsi til að láta í ljós trú eða skoðun skal einungis háð þeim takmörkunum sem mælt er fyrir um í lögum og eru nauðsynlegar til að gæta öryggis almennings, allsherjarreglu, heilsu almennings eða siðgæðis, eða grundvallarréttinda og frelsis annarra
15. gr.
1. Aðildarríki viðurkenna rétt barns til að mynda félög með öðrum og koma saman með öðrum með friðsömum hætti.
2. Þessi réttindi skulu ekki háð öðrum takmörkunum en þeim sem settar eru í samræmi við lög og nauðsynlegar eru í lýðfrjálsu þjóðfélagi vegna öryggis þjóðarinnar eða almennings, allsherjarreglu (ordre public), verndunar heilbrigðis almennings eða siðgæðis eða verndunar réttinda og frelsis annarra.
16. gr.
1. Eigi má láta barn sæta gerræðislegum eða ólögmætum afskiptum af einkalífi þess, fjölskyldu, heimili eða bréfum, né ólögmætri árás á sæmd þess eða mannorð.
2. Barn á rétt á vernd laganna fyrir slíkum afskiptum og árásum.
Eiga að fá tækifæri til að tjá sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Barnaskelfir
9.1.2009 | 15:24
Manninum er greinilega ekki sjálfrátt.
Er ekki hægt að hjálpa honum, og leggja hann inn á einverja stofnun?
Lá við að fundurinn leystist upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gott að börnin vilji tjá sig
2.1.2009 | 19:30
Dagný Dimmblá, 8 ára skólanemi ætlar að taka til máls á fundinum.
Hún er bróðurdóttir mín, ákveðin stelpa með skoðanir á mörgum málum. Vonandi tekst henni vel upp á morgun.
Mótmælt á Austurvelli á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afmælisbarn dagsins
6.10.2008 | 04:41
Hún Hólmdís, æskuvinkona mín frá Húsavík er 50 ára í dag.
Ég sendi þér mínar bestu afmælisóskir, og vona að þú eigir góðan dag í skauti fjölskyldunnar.
Brúðkaup í Holte Kirke
9.9.2008 | 10:50
Nú er brúðkaupið loksins yfirstaðið. Það hefur verið í nógu að snúast undanfarið, við að skipuleggja þetta allt saman og ganga frá pappírsvinnu við yfirvöld. En það var þess virði. Það finnast varla hamingjusamari hjón en Nina og Hans. Þau sváfu næstum ekki síðustu vikuna, vegna spennings.
Hennar draumur var brúðkaup eins og krónprins Friðrik og prins Jóakim fengu. Svo Nina hafði langan slóða á kjólnum og auðvitað brúðarslör og brúðarmeyjar. Hans var í kjólfötum. Brúðkaupið var mjög hefðbundið að hennar ósk. Og allt tekið upp á vídeó svo hún geti horft á þetta allt sitt líf.
Veislan var haldin á Bregnerød Kro, sem er gömul krá frá 16. öld. Þetta var mjög hefðbundið danskt, þau fengu hjartatré og dönsuðu brúðarvalsinn. Því betur sluppu þau við, vegna fötlunar, að skríða undir borðið í hvert sinn sem gestirnir slógu í diskana. Það finnst mér mjög undarlegur siður. Brúðarkjóllinn gjöreyðileggst á þessu hnoði undir borðið.
Brúðhjónin og fjölskyldur beggja gistu svo á kránni á brúðarnóttina. Nina og Hans fengu auðvitað brúðarsvítuna. Það var ekki auga þurrt.
Gjafaborðið svignaði, og það er næstum ekki pláss fyrir þau heima hjá sér í augnablikinu. Það tekur tíma að finna pláss fyrir allar þessar gjafir. Það næsta sem er svo á dagskrá er auðvitað brúðkaupsferðin, sem verður til Rómar. Það á að vera mjög rómantísk ferð, með "candelight dinners" og svo framveigis. Mig er þegar farið að hlakka til að taka þátt í þessu með þeim.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Langþráð frí
9.8.2008 | 10:26
Ég hef ekkert bloggað að undanförnu, hef einfaldlega ekki haft tíma til að sitja við tölvuna vegna anna. Ég hef haft vaktir í 21 dag í röð, auk þess sem ég hef skipulagt 40 ára afmæli, brúðkaup og fl. Svo ég er mjög ánægð með að vera komin í 3ja vikna frí frá og með deginum í dag. Ætla að njóta þess, þó það verði ekki mikið um afslöppun næstu vikur.
Ég ætla að halda í sumarhús á eftir, kem tilbaka á morgun til að sækja soninn á Kastrup. Hann ætlar að vera hérna í 2 vikur. Ég hlakka mikið til að sjá drenginn. Hef ekki hitt hann síðan ég var á Íslandi í apríl. Ég hef hugsað mér að bjóða honum til Amsterdam, við getum heimsótt Gússý systir. Alltaf gott að koma til hennar. Annars ræður hann algjörlega ferðinni á meðan hann er í fríi.
Nú er loksins farið að rigna. Kominn tími til. Gróðurinn var farinn að láta verulega á sjá. Brómber, bláber, hindber, jarðarber og tómatar velta upp, og það er stutt í vínberin. Haust-anemónur, dahlíur, gladiolus, rósir, balsamin og fúnkia blómsta núna í garðinum. Fallegt.
Sól og sumar
2.7.2008 | 09:01
Til hamingju með afmælið Gússý
23.6.2008 | 11:54
Fyrirhuguð Íslandsferð
25.9.2007 | 01:41
Nú er ákvörðunin tekin - ég ætla til Íslands og heimsækja fjölskylduna samtímis því sem ég ætla að kíkja á Iceland Airwaves. Ég þekki ekki öll þessi ungu íslensku bönd, en einn dana kannast ég við - Trentemöller. Ég sá hann á Roskilde hátíðinni, og líkaði svo vel að ég keypti diskinn hans. Svo nú er bara að finna rétta flugmiðann á rétta verðinu. Ég hlakka til að sjá fólkið mitt, þó ég hafi verið í Reykjavík í vor og fleiri fjölskyldumeðlimir heimsótt mig í sumar, þá er alltaf gott að koma heim. En alltaf verð ég fegin þegar ég flýg aftur út, fegin yfir því að ég búi ekki á þessu landi lengur.
Annars hef ég verið önnum kafin við at hreinsa til í garðinum fyrir veturinn og hef sett niður helling af laukum ýmis konar. Maður heldur alltaf að nú sé ekki pláss fyrir fleiri plöntur, en það er alltaf hægt að koma fleirum að. Síðasta vor byrjuðu vorlaukar, páskaliljur og túlípanar að blómstra í febrúar og voru í blóma til maí, en þá tóku fjölærar plöntur við.
Er þetta ekki ótrúlega blátt blóm?
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)