Ástandið á Íslandi

Gússý systir hringdi í mig í gærkvöldi, og hafði að sjálfsögðu áhyggjur af því sem er að gerast á Íslandi. Við höfum öll áhyggjur af ástandinu. Allt mitt sparifé er horfið, íslenska ríkið hefur eignast það.

Lánshæfi íslenska ríkisins og fjármálastofnana var lækkuð eftir yfirtöku á Glitni, og er nú lægra en á Vesturlöndum. Aðeins Pólland og Malasía er metið lægra. Krónan hefur aldrei verið lægri. Kolkrabbinn byrjaði á því að selja vinum sínum ríkisstofnanir og banka - en er nú að taka allt yfir aftur. Hvað er eiginlega í gangi. Hverja hagsmuni er verið að verja? Íslensku þjóðarinnar?

Gússý undraði sig á því að þjóðin gerði ekki byltingu - en ég er vön því að íslendingar láti allt yfir sig ganga, og taki holskeflunum sem óumflýjanlegum náttúruhamförum.

Vonandi verður Ísland ekki tekið yfir af erlendum bönkum. Þetta endar allavega með ósköpum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Kannski þjóðin ætti að hlusta á Gússý?   

Hólmdís Hjartardóttir, 1.10.2008 kl. 11:14

2 identicon

Hallo Sigga ......fint bref hja ther......ja thad er thetta med byltinguna.

Sem thydir ad krefjast thess ad rikisstjornin fari fra og sedlabankastjorinn lika. Kjosa verdur upp a nytt ...en vandamalid er bara hvern...?

Hvada flokk vaeri treystandi til ad taka til hendinni og hreinsa til i spillingunni a Islandi....Ekki er thad stjornarflokkarnir og ekki er thad framsoknarflokkurinn......og varla eru thad rasistarnir i frjalslyndaflokknum ...

o nei ......kannski ad timi Steingrims og Ogmundar se kominn..... 

gudny bjork richards (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 12:31

3 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Já, þjóðin ætti að hrista af sér þrælsóttann, og gera byltingu.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 1.10.2008 kl. 12:31

4 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Já Gússý, það er ekki um auðugan garð að gresja með gott fólk í valdastöðum. Því miður virðast valdamenn flestir vera meðlimir í sömu klíkunni.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 1.10.2008 kl. 14:14

5 identicon

Sæl Hulda.

Ég er alveg fullviss að við næstu kosningar verður BYLTING,

Almenningur hefur svo mörg vopn í hendi sem ekki voru tiltæk áður,eins og Internetið,ýmsar bloggsíður og svo er hægt að setja upp Vefsíður og gera þessu fólki  ( stjórnmálafólkinu)  lífið leitt með ýmsum upplýsingum eins og útstrikunum og fl og fl. Þetta var leitt með spariféð.

Vonum að hagurinn vænkist.

Sæl í bili. 

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 07:49

6 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Takk fyrir innlitið, Þórarinn.

Það er gremjulegt með spariféð, en ég lifi það af. Ég bý jú erlendis, við traust fjármál og skulda ekki neitt.

Það er annað með fjöskyldu mína heima á Íslandi. Þetta er verra mál fyrir þau og alla íslensku þjóðina.

Áköllum alla vætti um hjálp!

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 5.10.2008 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband