Danir trúa á Dan Brown?

Ég hef nú ekkert heyrt um þetta í dönskum fjölmiðlum, en ef það sendur í Berlingske Tidende hlýtur það að vera satt! Eða hvað?

Ef satt reynist, eru danir "ikke rigtig kloge". Að trúa skáldsögum eru undarleg trúarbrögð að mínu mati.


mbl.is Danir trúa Dan Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Að trúa skáldsögum eru undarleg trúarbrögð að mínu mati."

Já, ég veit nú samt ekki betur en að flest trúarbrögð séu byggð á gömlum skáldsögum.

Hinsvegar snýst þessi ekkert um að trúa á neitt ef fréttin er nánar lesin þá sér maður að þetta er ansi víð og ómerkileg spurning. "Annar hver Dani trúir að í samsæriskenningunni sem sett er fram í hinni geysivinsælu bók Dans Brown, Da Vinci lykillinn leynist sannleikskorn". Það getur varla hneysklað fólk að annar hver maður trúi því að í bókinni leynist "sannleikskorn".

Sveinn (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 15:01

2 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Sæll Sveinn.

Rétt er það, að í flestum skáldsögum leynist sannleikskorn einhversstaðar. Mér fannst fyrirsögnin undarleg fullyrðing. Enn hef ég ekki hitt neinn Dana sem trúir þessari bók. Fréttin er dæmigerð blaðamennska, þar sem fyrirsagnir eru ekki í samræmi við innihald.

Og rétt er það, að flest trúarbrögð eru byggð á skáldsögum.  Þess vegna best að vera trúlaus.

Takk fyrir innlitið.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 3.10.2008 kl. 15:11

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Því miður, þeir eru ekki þeir einu. Maður hefur nú lent í ótrúlega mörgum rökræðum við þvottekta Íslendinga sem telja allt sem kemur fram í bók Dans Brown vera skotheldan sannleik.

Emil Örn Kristjánsson, 3.10.2008 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband