Danir trúa á Dan Brown?
3.10.2008 | 13:56
Ég hef nú ekkert heyrt um þetta í dönskum fjölmiðlum, en ef það sendur í Berlingske Tidende hlýtur það að vera satt! Eða hvað?
Ef satt reynist, eru danir "ikke rigtig kloge". Að trúa skáldsögum eru undarleg trúarbrögð að mínu mati.
Danir trúa Dan Brown | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 13:57 | Facebook
Athugasemdir
"Að trúa skáldsögum eru undarleg trúarbrögð að mínu mati."
Já, ég veit nú samt ekki betur en að flest trúarbrögð séu byggð á gömlum skáldsögum.
Hinsvegar snýst þessi ekkert um að trúa á neitt ef fréttin er nánar lesin þá sér maður að þetta er ansi víð og ómerkileg spurning. "Annar hver Dani trúir að í samsæriskenningunni sem sett er fram í hinni geysivinsælu bók Dans Brown, Da Vinci lykillinn leynist sannleikskorn". Það getur varla hneysklað fólk að annar hver maður trúi því að í bókinni leynist "sannleikskorn".
Sveinn (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 15:01
Sæll Sveinn.
Rétt er það, að í flestum skáldsögum leynist sannleikskorn einhversstaðar. Mér fannst fyrirsögnin undarleg fullyrðing. Enn hef ég ekki hitt neinn Dana sem trúir þessari bók. Fréttin er dæmigerð blaðamennska, þar sem fyrirsagnir eru ekki í samræmi við innihald.
Og rétt er það, að flest trúarbrögð eru byggð á skáldsögum. Þess vegna best að vera trúlaus.
Takk fyrir innlitið.
Sigríður Hulda Richardsdóttir, 3.10.2008 kl. 15:11
Því miður, þeir eru ekki þeir einu. Maður hefur nú lent í ótrúlega mörgum rökræðum við þvottekta Íslendinga sem telja allt sem kemur fram í bók Dans Brown vera skotheldan sannleik.
Emil Örn Kristjánsson, 3.10.2008 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.