Hvernig byrjaði alheimskreppan?

Hvernig byrjaði þessi alheimskreppa eiginlega?

Hvernig breiddist hún út?

Dagblaðið Politiken spurði Per H. Hansen, Copenhagen Buisness School þessara spurninga. Hér koma svör hans.  

1. Fasteignamarkaðurinn og ótryggð lán

Fasteignabólan sprakk, og það kom niður á bönkum sem höfðu veitt óviðunandi lán. Verð á húsnæði er enn á leið niður, sem gerir allt ennþá verra. Nokkrir óheilbrigðir bankar eru þegar farnir á hausinn.

2. Lánsfjárkrísa og skortur á trausti

Bankarnir byrjuðu að gruna hvern annan um græsku, og þess vegna varð það dýrara fyrir bankana að lána peninga. Það er þetta traust sem áætlunin í USA reynir að byggja upp. Danska ríkisstjórnin reynir það sama.

3. Fjármálakreppa

Sem þýðir að fólk dregur úr neyslu, sparar peninga og þess vegna eykst atvinnuleysið. Afleiðingar efnahagskreppunnar er m.a. aukið atvinnuleysi og fallandi verð á hlutabréfum.

Hér er hlekkur á meiri upplýsingar um málið:

http://politiken.dk/indland/fakta_indland/article575145.ece

Hér er líka hlekkur á tímaröð atburða í ferli kreppunnar:

http://politiken.dk/indland/fakta_indland/article574925.ece


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband