BECAUSE WE CARE - D.A.D. safnar fé til hjálpar Íslendingum
8.1.2009 | 10:34
Nú er svo komið fyrir fyrir mörgum Íslendingum í Danmörku, að þeir eiga ekki til hnífs og skeiðar. Þar er aðallega um að ræða námsmenn og lífeyrisþega, sem fá ekki yfirfærslur frá bönkum á Íslandi. Danskir tónlistarmenn hafa staðið fyrir nokkrum tónleikum í Danmörku undir yfirskriftinni "Because we care", þar sem þeir hafa safnað fé til hjálpar þessum þolendum íslenska bankahrunsins.
Nú eru þeir á leið til Íslands í sömu erindagerðum. Það eru sjálfir D.A.D. sem munu halda styrktartónleika í Reykjavík 24. janúar n.k. Það er vonandi að sem flestir Íslendingar skyrki landa sína og mæti á tónleikana.
Sjá grein í Jyllandsposten
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Dægurmál, Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:01 | Facebook
Athugasemdir
Skelfilegt ástand þetta er. En gott að fólkinu er hjálpað
Hólmdís Hjartardóttir, 9.1.2009 kl. 00:23
Já, Hólmdís, kreppa íslendinga teygir sig víða.
Góð hugmynd hjá þér Grétar, láta þá spila á Wembley. Þá tæki heimsbyggðin eftir þessu!
Sigríður Hulda Richardsdóttir, 9.1.2009 kl. 12:18
Já, það er rétt. Það nafn var meira en Kanarnir gátu þolað. Þeir eru góðir.
Sigríður Hulda Richardsdóttir, 9.1.2009 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.