Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Eins konar sumarfrí
14.7.2008 | 11:15
Undanfarnar 3 vikur hef ég verið að "afspadsere", en það er vegna þess að maður fær ekki borgaða yfirvinnu í Danmörku. Þegar maður hefur safnað of mörgum yfirvinnutímum, er maður sendur í frí, og ég var komin með 200 tíma. Ég fæ svo 3ja vikna sumarfrí í ágúst að auki.
Danir eiga ekki að vinna yfirvinnu, það slítur þeim of mikið út. Þar að auki hefur verið atvinnuleysi í landinu, og það er litið svo á, að ef fólk vinnur yfirvinnu, þá taka þeir vinnu frá atvinnulausum. Þetta hefur mér alltaf fundist mjög óréttlátt, ég vil mikið heldur fá þessa yfirvinnutíma borgaða út.
Nú, ég fór í sumarhúsið í nokkra daga, en þar var allt of heitt. Aðeins hægt að vinna í garðinum á morgnana og á kvöldin. Ég fór því að dunda mér við að búa til lavendel vendi, en þeir eru frábærir í skúffurnar - það kemur svo góð lykt.
Nú er aftur á móti farið að rigna, sem er ágætt fyrir gróðurinn.
Íþróttir á röngunni - Blindfullur dómari
10.7.2008 | 09:36
Sergei Shmolik hefur sennilega dæmt sinn síðasta leik í hvítrússnesku deildinni.
Hann klagaði yfir bakverkjum og það þurfti að hjálpa honum af vellinum á laugardag, í leik milli Lokomitiv Vitebsk og Naftan Novopolotsk. En reyndar var hann blindfullur. Eftir rannsókn á sjúkrahúsi var það staðfest.
Þessi fótboltadómari hefur líka dæmt í alþjóðlegum mótum, síðast fyrir 2 vikum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það eru peningar í ísbjörnum
10.7.2008 | 09:14
Næst þegar það villist einmana ísbjörn til Íslands, ætti þjóðin að taka höndum saman um að fanga hann og selja til útlanda. Það eru greinilega miklir fjármunir í boði, ef björninn verður fjölmiðlastjarna. Það er mikil ísbjarnahetjudáð að synda alla þessa leið, svo fjölmiðlar ættu að geta gert ísbjörninn að fjölmiðlastjörnu.
Frétt: http://ekstrabladet.dk/nyheder/samfund/article1031458.ece
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Slæm kaup kosta milljarða
5.7.2008 | 09:12
Ég man fyrir 2 árum, þegar Danir voru mikið að skrifa um íslensku útrásina, og voru að reyna að finna út hvar peningarnir á bak við þetta allt saman voru eiginlega. Þá svöruðu íslendingar ævinlega, að við værum svo klár í fjármálum og okkar snillingar kynnu eitthvað sem aðrir væru of vitlausir til að fatta.
Þjóðin fór að trúa þessu. Íslenskir forstjórar fóru á ofurlaun, því þeir skiluðu svo miklum árangri. Og allt þetta smitaði stjórnmálamennina, sem fóru að halda að þeir væru líka klárari en aðrir - og fóru líka á ofurlaun. Mér dauðbrá þegar ég las í fyrra, að íslenskir ráðherrar væru með hærri laun en norskir, danskir og sænskir kollegar þeirra.
Þessi frétt segir allt sem segja skal um árangur þessara manna. http://www.dv.is/frettir/lesa/11487
Mér finnst að allir forstjórar, þingmenn og ráðherrar eigi að lækka laun sín verulega, því árangur þeirra er afar slaklegur og virkilega harmur fyrir íslensku þjóðina. Það sem sparast þar, ætti að fara í launahækkanir hjá heilbrigðisstéttinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sól og sumar
2.7.2008 | 09:01